Hvít bóla á píkunni

392

Hæ,
Ég er með hvít bóla á píkunni en samt ekki að utan alveg. Heldur er það fyrir innan, rétt við opið. Það er búið að vera þarna í svona nokkra vikur. Það er ekki vont eða bólgið og það er eiginlega bara svona stíft/hart að koma við.
Ráð ?

Hæhæ

Það er líklegt að þessi bóla sé inngróið hár sem komin er sýking í. Oftast lagast þetta af sjálfu sér en þú ættir alltaf að varast að kroppa svo þú fáir ekki sár. Ef þetta lagast ekki á nokkrum dögum þá ættir þú að tala við lækni. Gætir þurft eitthvað bakteríudrepandi krem til að losna við þessa sýkingu úr húðinni. Stundum komast hárin ekki út sérstakelga eftir rakstur og þá vaxa þau áfram inni í húðinni og þá getur komið svona sýking eða bóla. 

Gangi þér vel!


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar