Koparlykkjan, verð og fl

1789

Koparlykkjan, hvað kostar hún og er í lagi að setja upp þó kona eigi ekki barn fyrir?
Hefur hún aukaverkanir eins og skapsveiflur, bólur eða þyngdaraukningu?
Get ég pantað tíma hjá kvennsjúkdómalækni sem setur hana svo upp?
Hvað er maður lengi að jafna sig, þarf veikifrí frá vinnu í nokkra daga eða?

Hæhæ,

Koparlykkjan kostar um 19.000 krónur og kvensjúkdómalæknirinn verður að svara hvort hún henti fyrir þig. 

Helstu ókostir koparlykkjunnar eru að tíðarblæðingar geta verið meiri en áður, sérstaklega fyrst um sinn. Koparlykkjan getur færst úr stað og veitir þá ekki lengur eins örugga vörn gegn getnaði. Konur geta verið næmari fyrir sýkingu í legi eða eggjaleiðara. Ef kona verður ófrísk á meðan hún er með koparlykkjuna er meiri hætta á utanlegsfóstri. Koparlykkjan hefur engin hormónaáhrif því verkunin er aðeins í leginu því ætti hún ekki að hafa áhrif á skap.

Þú getur pantað tíma hjá kvensjúkdómalækni sem setur hana upp, best er að láta setja hana upp í lok blæðinga eða fyrstu dagana eftir blæðingar. Það þarf ekki að taka frí í vinnu eftir uppsetningu lykkjunnar. 

Kær kveðja,
Áttavitinn ráðgjöf


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar