Ég veit ekki hvar annars staðar ég get lesið um þetta en hefir langað að verða flugmaður frá ungum aldri, eins lengi og ég man en ég var Greindur með ADHD og Einhvarfu.
Nú var ég að lesa um reglur í BNA og flestar segja aað ferlið gerist töluvert erfiðara með ADHD, bara til að fá Fluglæknavottorð.
En ég get ekki fundið neinar upplýsingar um ferlið á Íslandi eða Í Evrópu.
Hæ og takk fyrir að hafa samband.
Eitt af inntökuskilyrðum í einkaflugmanninn er að vera handhafi 2.flokks heilbrigðisvottorðs flugmanna. ADHD og einhverfa geta haft áhrif en hvert tilfelli fyrir sig er metið.
Hér geturðu lesið meira um heilbrigðisskoðunina.
Mbk.
Áttavitinn ráðgjöf.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?