Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir barn yngra en 18 ára til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum.
Þetta er svar sem var skrifað hér á þessari síðu en hver er nánari skýring á t.d. Tælingum eða blekkingum?
Hæ og takk fyrir spurninguna.
Í svörum áttavitans er verið að vísa til almennra hegningarlaga.
Markmið laganna er ekki að hafa afskipti af einkalífi fólks svo framarlega að ekki sé um að ræða þvingun, nauðung eða misnotkun á trausti eða sakleysi þeirra sem ekki geta varið sig. Lögin eru sett til að vernda börn og unglinga gegn misnotkun þeirra sem vilja notfæra sér reynsluleysi þeirra og ungan aldur.
Tælingar og blekkingar eru samkvæmt lögfræðiorðasafni: Refsiverður verknaður sem felst í því að vekja eða styrkja ranga eða óljósa hugmynd annars manns um einhver atvik.
Vona að þetta skýri málið fyrir þér.
Mbkv.
Áttavitinn
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?