Mega börn yngri en 14 ára vinna?
Hæ hæ
Það eru til haldbærar reglur um vinnu barna og það fer alveg eftir hvers konar starf er verið að ræða um hvort það sé í lagi að ráða börn til þeirra starfa. Dæmi um störf sem 13 ára og eldri mega vinna er t.d. létt skrifstofustörf, létt fiskvinnslustörf á véla, blaðburðastörf og létt verslunarstörf en þó ekki á kassa. Það er lang best að hafa samaband við Vinnueftirlitið til að sjá hvort starfið sem verið er að hugsa um sé starf sem barn má vinna. Það er hægt að ná í þau í síma 550 4600 eða í gegnum heimasíðu eftirlitsins https://www.vinnueftirlit.is/
Á heimasíðu Umboðsmanns barna er svo hægt að lesa nánar um vinnu barna: https://barn.is/boern-og-unglingar/rettindi-og-radgjoef/vinna/
Gangi þér vel
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?