Mér finnst vont að sofa hjá strák vegna typpastærðar, lagast það?

224

Hæhææ!! ég er að byrja hitta strák sem er með frekar stórt typpi, þetta er ekki fyrsti strákurinn sem ég sef hjá en það er samt mjöög vont að sofa hja honum, gæti það verið bara að hann sé með stórt typpi eða er eitthvað að hja mér? Það er bara vont þegar hann fer djúpt (alveg inn). Lagast þetta kannski með tímanum?

Það gæti verið að þetta lagist með tímanum, með auknu trausti slakar þú betur á og það gæti hjálpað.  Það er þó ekki víst að þú þolir að fá hann allan inn og það þýðir ekki að eitthvað sé að hjá þér.  Það er mikilvægt að finna stellingar sem passa og fyrst um sinn getur verið best að þú fáir að stjórna, t.d. með því að vera ofan á til að hafa fulla stjórn á hve langt typpið fer inn.  Það er margt annað sem getur spilað inn í, t.d. hvernig þú snýrð, hvort hann fari inn aftan frá eða að framan.  Einnig gæti haft áhrif hvar þú ert í tíðarhringnum.  Ég ráðlegg þér að vera hreinskilin, taka stjórnina og prófa þig áfram hvað virkar hjá ykkur.  Það ætti ekki að hafa mikið að segja varðandi fullnægjuna eða nautnina í kynlífinu hvort hann fer allur inn eða ekki.  Næmasti parturinn hjá ykkur báðum er framarlega.

Ekki vera hrædd við að segja hvað þér finnst og alls ekki hika við að stoppa og breyta um stellingu ef þú ert ekki að njóta eða finnur til.

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar