Hæ ég er 16 ára og mér langar að missa sveindóminn, ég er búinn að vera að pæla mikið í þessu en hvað get ég gert svo ég missi hann?
Sæll og takk fyrir spurninguna
Það er auðvitað engin ein leið til að missa sveindóminn, það er engin formúla eða regla til hvernig það gerist. Fyrst þarftu auðvitað að finna manneskju sem þú ert hrifin af og þú ert tilbúinn að deila þessari reynslu með og sú manneskja hugsi gagnkvæmt. Þú þarft ekkert að vera stressaður að þú munir aldrei sofa hjá því það gerist og þú þarft ekkert að flýta þér en oftast missa strákar sveindóminn á framhaldsskólaárunum .
Fyrsta skipti gerist bara einu sinni og þú verður að muna það. Annars er kynlíf persónulegt og misjafnt hvað fólki finnst gott. Þess vegna er kynlíf best með einhverjum sem maður þekkir vel og treystir. Þá þarftu að byrja á því að finna út hvað það er, hvað þú ert til í og ekki. Það er miklu auðveldara að tala um svona hluti við einhvern sem maður treystir vel, og því er kynlífið oftast miklu betra þegar þú ert með einhverjum sem þú treystir og þykir vænt um. Svo er um að gera að hafa gaman og ekki taka þessu öllu of hátíðlega. En fyrst og fremst að gera bara það sem þig langar til og það sem þér þykir gott. Ekki gleyma að vera með og nota ALLTAF smokk eða aðra getnaðarvörn til að komast hjá ótímabærum þungunum og kynsjúkdómum.
Grein sem birtist hjá okkur í maí 2016 sem gæti verið gagnlegt fyrir þig að lesa: https://attavitinn.is/heilsa-kynlif/ad-sofa-hja/er-eg-tilbuin/nn-til-ad-s…
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?