hæ hæ
ég er 18 ára stelpa með áhyggjur
ég er orðin alveg rosalega sein á túr og eins og í flestum tilvikum er fyrsta áhyggjan gæti ég verið ófrísk? svo ég tók þungunarpróf sem á að vera 99%nákvæmt en það kom neikvætt út,eru þið með einhverja hugmynd hvað gæti verið að eða er einhverjar líkur á því að ég skuli vera ófrísk þó að útkoman á prófinu skula hafa gefið upp “neikvætt“ svar
Hæ
Það er margt sem getur haft áhrif á blæðingarnar. Það gæti verið gott að bíða aðeins og taka svo enn eitt þungunarprófið. Stundum eru þau falskt neikvæð ef þau eru tekin of snemma því þá er of lítið af þungunarhormóninu komið í þvagið. Ef það er neikvætt þá getur þú spáð í hvort það gæti verið stress sem er að hafa áhrif á þig og seinka blæðingunum, t.d. stress yfir því að vera kannski ólétt, prófastress, breyting á umhverfi. Einnig hefur það áhrif ef þú ert mjög grönn og hefur grennst eða æft stíft einhverjar íþróttir. Ef fituprósenta er mjög lág þá geta blæðingar stöðvast en það þarf þá að fara til læknis og ræða það. Ef þú ert á einhverjum lyfjum þá geta þau haft áhrif líḱa.
Þannig að þetta eru nokkur atriði sem geta verið að rugla í blæðingunum þó þú sért ekki ólétt. Ef þú ferð ekki á blæðingar næstu vikur og þungunarpróf er neikvætt þá skaltu fara til læknis til að ræða mögulega ástæður fyrir þessu. Áður getur þú reynt að breyta því sem þú getur, slaka á, hvíla æfingar. Sérstaklega ef þú hefur alltaf verið regluleg. En sem sagt byrja á þungunarprófi, ef neikvætt, sjá aðeins til og slaka á nema ef þú þekkir einhverja af ástæðunum sem ég taldi upp. Þá skaltu fá ráðleggingar hjá lækni á heilsugæslunni.
Gangi þér vel
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?