Hæ hæ spuring um samband og kynlíf
Ja, hvar skal byrja. Ég og kærastinn minn, sem er árum eldri en ég, höfum verið saman í 2 og hálft ár. Við skulum kalla hann X. Við búum ekki saman en hlakkar mikið til þegar það gerist.
Ég elska hann útaf lífinu og hann elskar mig. Ég hef ekkert slæmt útá hann að setja fyrir utan það að hann mætti vera duglegri við að taka til. hehe.
Hinsvegar snýr vandmálið mitt að kynlífinu okkar.
Í fyrstu var kynlífið okkar frekar normal og við lærðum inná hvort annað og hann lætur mér líða ótrúlega vel með sjálfa mig og minn líkama.
Síðan eftir nokkurn tíma þá fór hann að tala um endaþarmsmök og að putta mig í rassinn og því líkt sem að mér leið ekki þægilega með en ákvað svo að prófa með honum einn daginn. Við töluðum saman um þetta og notuðum fullt af sleipiefni og þetta var ekki vont en mér leið ekki þægilega og fannst þetta langt því frá gott. Eftir þetta eina og fyrsta sipti af endaþarmsmökum höfum við ekki gert þetta aftur (guðisélofogdýrð) og þetta hefur ekki komið aftur upp í okkar kynlífi. Ég fékk á tilfinninguna eins og að þetta væri eitthvað tímabil hjá honum eða eitthvað sem að hann þyrfti að prófa og svo var það búið.
Núna upp á síðkastið og frá því í vor hefur X hinsvegar verið að tala mikið um að bæta við einstaklingi í kynlífið okkar og jafnvel tveimur. X segist hafa Fantaserað mikið um það að ég sé með öðrum en honum sjálfum. Ég er frekar opin týpa en kynlíf fyrir mér á að vera á milli einstaklinga sem að elska hvorn annan og vita hvað hinn vill. Ég hafði aldrei hugsað um þetta áður á svona raunverulegum nótum, bara sem villta fantsíu sem að ég myndi ekki gera að veruleika í nánustu framtíð. Hann vill þetta mjög mikið, og spurði hvort við gætum allavega prófað að tala við fólk sem vill líka gera svona með fleiri einstaklingum og ég sagði já því ég var satt að segja pínu forvitin um þetta.
Núna er þetta komið svo langt að hann bjó til aðgang að einkamáli og og við erum í þessum skrifuðu orðum að spjalla við fólk og athuga hvað fæst útúr því.
Ég neita því ekki að þetta er pínu fantasía og það er eiithvað í mér sem að vill kannski prófa þetta einn daginn, en ég held að núna sé ekki rétti tíminn. (afsakaðu langlokuna, endilega náðu þér í kaffibolla )
Ef að af þessu yrði og við myndum hitta par og gera eitthvað með þeim, þá er ég persóulegast hræddust við útkomuna, að geta ekki horfst í augu við sjálfa mig eða hann því mér myndi finnast ég hafa svikið hann. Ég lít mjög dimmum augum á framhjáhald í hverskyns formi sem það er. Hann hefur hinsvegar sagt að að hann sé alveg laus við þetta áhyggjuefni og er spenntur að gera þetta.
Þess vegna finnst mér þetta líka erfitt því að hann er búin að gefa grænt ljós á það að ég geri það með einhverjum öðrum (innan þessa ramma að við erum að leita að pari til að gera það með) en ég á mjöög erfitt með að sætta mig við það að hann stundi kynlíf með annaristelpu.
Ég er því miður ekki mjög spontant týpa og finnst kynlíf vera eiithvað sem maður nýtur á staðunum með manneskjunni en ekki að hugsa um einhverja fantasíu. Ég viðurkenni alveg að ég má vera duglegri að brydda upp á einhverju nýju þegar kemur að kynlífi og við X höfum margoft talað um það. Ég er hinsvegar ekki duleg í að koma á óvart og hugsa oft eftir á hvað það væri nú sniðugt ef ég hefði nú gert þetta eða hitt.
Svo að lokum ætlað ég að bera upp nokkrar spurningar og ef þú komst í gegnum langlokuna mína og hefur enn orku í að svara væri fínt að fá svar. 🙂
Er ég bara stíf og leiðinleg að vilja þetta ekki hundrað prósent?
Er hann að gera of miklar kröfur, þegar ég viðurkenni að þetta sé pínu fantasía?
Ætti ég að vera meira opin gagnvart því að hann geri það með einhverri annarri þegar hann hefur gefið mér grænt ljós?
Hvað ef það verður nú af þessu og mér líður illa eftir á? Er það mér eða honum að kenna?
Er ég ekki nógu föst á mínu?
Get ég farið einhvern milliveg í þessu svo að hann fái að upplifa fantsíunasína og að mér líð vel með það?
Hefurðu einhver ráð við þessu? Því ég virkilega elska hann vill ekki missa hann frá mér bara af því að ég var ekki nógu opin gagnvart því sem hann vildi.
Mér þykir svo óendanlega vænt um hann.
Þetta er vandamálið mitt.
Takk fyrir að lesa 🙂 vonast til að heyra frá ykkur.
Hæ
Ég vil byrja á því að segja að það er óralöng leið frá fantasíu að raunveruleikanum. Fantasíur geta verið allskonar og eiga oft ekki við nein rök að styðjast í raunveruleikanum. Þannig að þó þú hafir fantaserað um að vera með fleirum í einu þá er það alls ekki grænt ljós á að þú viljir framkvæma það í raunveruleikanum.
Nú að spurningunum þínum, þá ertu langt í frá stíf og leiðinileg þó þú sért ekki til í þetta. Þú verður að setja þér þín eigin mörk og standa við það. Hann er að setja pressu á þig, ég veit ekki hversu vel þú hefur látið hann vita af því hve efins þú ert með þessi plön. En ef þú hefur gert það og hann ítir á þig að prufa þá er hann að gera ósanngjarna kröfu á þig. En ef hann veit ekki betur og heldur að þú sért alveg eins til þá auðvitað er þetta ekki pressa því hann heldur að þú sért game.
Þó að hans fantasía sé að sjá þig með öðrum þá þarf ekki þín að vera að sjá hann með annari, og ef þú vilt það ekki þá er ekki meira um málið að segja. Þegar pör fara út í svona leiki þá er það ekki aftur tekið. Það er ekki hægt að hætta við. Það er ekki hægt að tryggja að allt verði geggjað sexy og að enginn verði afbrýðisamur. Þetta er áhætta. Ekki taka þátt ef þú vilt það ekki. Ekki segja já til þess að bjarga sambandinu, það gæti orðið til þess að eyðileggja það. Ef hann setur þessi skilyrði á sambandið ykkar, að þið verðið að prófa þetta annars sé sambandið búið þá verður þú að taka ákvörðum um hvað þú vilt. Er það þess virði þá að prófa? Hvernig myndi þér líða? Ertu að bjóða sjálfri þér upp á eitthvað sem þú vilt ekki? Ertu viss um að hann langi þetta svona mikið. Er kannski nóg að gæla við tilhugsunina og láta þar við sitja?
Fyrst og fremst þarft þú að standa með þér, segja hvað þú vilt, hvaða skilyrði setur þú á sambandið? Finnst þér í lagi að hann sé með annari og að þú sért með örðum? Eða vilt þú vera í sambandi þar sem þið eruð bara með hvort öðru?
Þú veist hvað þú vilt. Ekki gera neitt annað, vertu hreinskilin og opin með þínar tilfinningar. Ef þú ert til í þetta þá go for it…afleiðingin kemur svo í ljós. Ef þú ert ekki tilbúin, segðu honum það þá. Segðu þú viljir ekki deila honum með annari ef þér líður þannig. Kannski kemur að því seinna að þú verðir tilbúin og kannski ekki. Hvort heldur sem er stattu með þér.
Gangi þér vel.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?