Skipting

  33

  Hvort er betra að fá sér beinskiptan eða sjálfskiptan bíl til að byrja með svona á sínum fyrstu bíla kaupum?

  Hæ og takk fyrir að hafa samband.

  Sumir vilja byrja á beinskiptum bíl því fólk á til að gleyma því hvernig á að aka beinskiptum ef það færir sig beint yfir í sjálfskiptinguna eftir að hafa fengið ökuréttindi. Ef þú venur þig á í byrjun að aka beinskiptum verður það eins og að hjóla, man gleymir aldrei.

  Hinsvegar eru margir sem kjósa að fara beint í sjálfskiptinguna því hún er oft þægilegri.

  Þegar uppi er staðið fer það bara eftir hvað þú fílar betur og er auðvitað allt í góðu að byrja á því að fjárfesta í sjálfskiptum.

  Gangi þér vel með bílakaupin.

  Mbk.
  Áttavitinn ráðgjöf.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

  Ert þú með spurningu?

  Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

  Spyrja spurningar