Hææ ég er 18 ára stelpa sem að er í sambandi. Ég og kærastinn minn vorum að stunda kynlíf en við notum oft of litinn smokk (einhvað extra thin og svoleiðis) við notum bara „litinn“ smokk þegar hinn sem við elskum er búinn. En við vorum samt að ríða og á einhverjum tímapunkti rann smokkurinn inní mig og ég þurfti að toga hann út, hann var djúpt inni. Kærastinn minn fékk það er við erum ekki viss um hvað leiti smokkurinn datt af og hvort hann var núþegar dottinn af þegar hann fékk það. Eru miklar líkur að ég sé ólétt?
Sæl og takk fyrir spurninguna.
Það eru alltaf líkur á óléttu þegar getnaðarvörnin er ekki notuð 100% rétt eða svona gerist eins og hjá ykkur.
Það getur komið sæði úr typpinu áður en fullnægingin kemur. Það verður að nota smokk allan tímann til að vera viss. Ef að þú efast og vilt koma í veg fyrir að verða ólétt þá getur þú tekið neyðargetnaðarvörnina. Það er pilla sem þú getur keypt í apóteki. Hún virkar betur því fyrr sem þú tekur hana eða 95% örugg ef tekin á fyrsta sólarhring eftir samfarir, 85% á öðrum sólarhring, 58% á þriðja sólarhring. Það gagnast ekki að taka neyðarpilluna ef liðnir eru meira en 72 tímar (3 dagar) frá því að þið gerðuð það. Það skiptir miklu máli að taka hana sem allra fyrst því að þá er líklegast að hún virki. Þú færð neyðarpilluna í apóteki án lyfseðils. Pillan kemur af stað blæðingum og kemur þannig í veg fyrir að þú verðir ólétt.
Gangi þér vel!
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?