Taka stelpur pilluna bara útaf kynlífi ?

242

Taka stelpur pilluna bara útaf kynlífi eða taka þær pilluna kannski í sambandi við blæðingar.
Sem sagt, eru til dæmi um stelpur sem taka pilluna þótt þær stundi ekki / hafa aldrei stundað kynlíf???


Já margar stelpur og konur taka pilluna þó þær séu ekki farnar að stunda kynlíf eða stunda ekki kynlíf reglulega.  Það er til dæmis til að minnka blæðingar, koma reglu á tíðarhringinn eða til að fá minni túrverki.
Tótalkveðja.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar