Það er alltaf vond lykt af typpinu, hvað get ég gert?

808

daginn það er alltaf vomd lykt af typpinuminu sem sagt a kongnum

hef aldrei feingið kynsjukdom
og hef bara stundað kynlif með kærustuni minni við erum buinn að vera i sambandi i 2 ar

og hef farið 2 i huð og kyn
og hef ekki greinst með
kynsjukdom eða neitt
er eitnig með ofnæmi fyrir latex

Sæll og takk fyrir spurninguna.

Það er flott að þú sért búinn að kanna einhverjar ástæður með að fara á Húð og kyn. Ég held því að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af kynsjúkdóm Vertu bara duglegur að þvo þér. Á hverjum degi skaltu þvo undir forhúðina með volgu vatni og þurrka vel á eftir. Þetta er ekkert til að hafa áhyggjur af. Ef lyktin heldur áfram að pirra þig eða eitthvað þá er minnsta málið að panta bara tíma hjá heimilislækni. Þeir hafa fengið þessar spurningar milljón sinnum og það er ekkert að skammast sín fyrir að láta skoða þetta. Annars er það bara extra mikill þrifnaður á þessu svæði.

Gangi þér vel


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar