Tími.

274

Hæhæ, hversu langann tíma tekur fyrir stelpu sem er smituð af klamendíu að losna við hana? Því hún fékk bara 2 töflur og ekkert meir, sjálfur fékk ég viku skammt??

Hæhæ

Meðhöndlun við klamedíu er frekar einföld, þessar töflur sem ykkur var gefið er meðferðin og best er að þið fáið meðhöndlun á sama tíma. Það er öruggast að bíða að með að stunda kynlíf í viku til 10 daga eftir að töflurnar eru teknar.
Það kemur fyrir að meðferð við klamydíu virkar ekki alltaf því er gott að fara í þvagprufu í test um 2-3 vikum eftir meðferð til að vera alveg viss um að sýkingin er farin. En oftast dugar ein meðferð.
Við mælum alltaf með að nota smokkinn þá kemuru í veg fyrir smit á kynsjúkdómum.

Gangi ykkur vel,

Áttavitinn


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar