Verð ég alltaf svo stressuð að við séum að fara gera það, er það eðlilegt ?

255

hæhæ
ég var að spá , ég er búin að vera á föstu í 3 mánuði og langar að byrja stunda kynlíf en þegar ég er með kærastanum mínum og við erum að gera eh lítið þá verð ég alltaf svo stressuð að við séum að fara gera það er það eðlilegt ?

Það er alveg eðlilegt.  Þú átt bara eitt fyrsta skipti og gott að fara vel með það.  Það væri gott ef þið gætuð rætt þetta ykkar á milli.  Það gæti minnkað stressið og hjálpað þér að líða betur og finna virkilega hvort þú ert til í þetta eða ekki.  Spurning líka hvar hann stendur, hvort hann hefur gert það áður eða hvort hann er tilbúinn.  Betra fyrir ykkur bæði ef þið getið talað saman.  Einnig þurfið þið að hafa á hreinu hver ætlar að koma með smokka og hvort þú vilt byrja á pillunni eða annari getnaðarvörn.  Allt svona þarf að ræða því ef þið ætlið að stunda kynlíf þá verðið þið að taka sameiginlega ábyrgð á mögulegum afleiðingum þess.  Mundu svo að hafa gaman, þetta á ekki að vera eitthvað til að hræðast, kynlíf er gott og gaman og á að deila með einvherjum þar sem vinátta og virðing er til staðar.  Það má alveg hlæja og vera klaufaleg.  Það verður að vera traust til staðar og alveg sama hvað þið gangið langt þá má alltaf segja stopp.  Það er engin skylda að fara alla leið þó maður fari nálægt því.  Þetta er líka gott að tala saman um. 

Gangi þér vel.


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar