Hverjir hafa rétt á námsaðstoð frá Vinnumálastofnun?

Atvinnulausir geta sótt um aðstoð til náms frá Vinnumálastofnun. Hver umsókn er skoðuð út frá hverju og einu tilviki því aðstæður geta verið mismunandi hjá umsækjendum. Best er að hafa samband við ráðgjafa hjá stofnuninni til að kynna sér hvaða möguleika maður hefur á námsstyrk.

Hvaða námsstyrkir eru í boði?

Námsstyrkurinn sem er í boði má að hámarki vera 50% af heildar námsgjaldi en þó aldrei hærri en 70.000 krónur á ári. Vinnumálastofnun er heimilt að styrkja atvinnuleitanda sem er á bótum, gegn því að námið komi til með að nýtast einstaklingnum beint við atvinnuleit.

Hvaða námssamningar eru í boði?

Námsleiðirnar eru ekki það sama og styrkirnir. Þrír styrkir eða leiðir eru í boði fyrir atvinnulausa hjá Vinnumálastofnun. Hér að neðan verður lauslega gert grein fyrir þeim.

Námssamningur 1

Til þess að eiga rétt á námssamningi 1 þarf einstaklingur að hafa verið í samfelldri atvinnuleit í 12 mánuði. Námssamningur 1 nær til náms eða hluta náms sem er ekki lánshæfur hjá LÍN. Til að mynda getur það verið í starfs-, iðn- eða tækninámi, undirbúningsnám fyrir háskóla, s.s. frumgreinanám, og námskeið hjá Fræðslumiðstöðinni eða Hringsjá.

Hafa þarf í huga að…

 • styrkt er ein önn í námi – eða tvær í mesta lagi,
 • sýna verður fram á að námið sé gagnlegt fyrir umsækjandann og auki möguleika hans í atvinnuleit,
 • umsækjandi þarf að skuldbinda sig til að stunda námið að fullu og uppfylla skilyrði um mætingu,
 • umsækjandi þarf að hafa starfað samfellt í sex mánuði áður en hann fór á atvinnuleysisskrá,
 • námið þarf að vera skilgreint sem vinnumarkaðsúrræði.

Nánari upplýsingar um Námssamning 1 má finna hér.

Námssamningur 2

Námssamningur 2 nær til fjarnáms og kvöldskóla á framhaldsskólastigi að 6 einingum. Námið má ekki vera lánshæft.

Hafa þarf í huga að…

 • umsækjandi þarf að skuldbinda sig til að stunda námið að fullu og uppfylla skilyrði um mætingu,
 • umsækjandi þarf að hafa starfað samfellt í sex mánuði áður en hann fór á atvinnuleysisskrá,
 • námið þarf að vera skilgreint sem vinnumarkaðsúrræði,
 • námsmaður þarf að vera í virkri atvinnuleit meðan á námi stendur,
 • sýna þarf fram á að námið sé gagnlegt fyrir umsækjandann og auki möguleika hans í atvinnuleit,
 • umsækjandi þarf að skuldbinda sig til að stunda námið að fullu og uppfylla skilyrði um mætingu.

Námsstyrkur 3

Námsstyrkur 3 er svo hugsaður fyrir háskólafólk. Stofnunin greiðir aldrei meira en 50% af kostnaðinum og að hámarki 70.000 krónur. Heimilt er að stunda nám sem nemur að hámarki 10 einingum. Sótt er um í gegnum náms- og starfsráðgjafa Vinnumálastofnunar.

Hafa þarf í huga að…

 • námskeiðið þarf að gagnast atvinnuleitanda og bæta stöðu hans á vinnumarkaði,
 • styrkurinn er óháður bótarétti,
 • umsækjandi þarf að vera á atvinnuleysisskrá í a.m.k. mánuð áður en hægt er að sækja um styrkinn.

Nánari upplýsingar um Námssamininga má finna hér.

 • Var efnið hjálplegt?
 •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar