Hvar finnur fólk laus störf?

Hægt er að fara fjölda leiða til að hafa upp á nýju starfi. Best er að byrja á að láta vita af sér, s.s. í gegnum vini, kunningja og fjölskyldu. Uppfærsla á Facebook er góð byrjun. Eins geta almennar umsóknir til vinnumiðlana og fyrirtækja komið að góðum notum. Best er þó að fylgjast vel með atvinnuauglýsingum á Netinu og í dagblöðum.

Atvinnuleit á Netinu

Lista yfir laus störf má nálgast á þó nokkrum heimasíðum.

Vinnumiðlanir á Netinu

Vinnumiðlanir birta einnig laus störf á heimasíðum sínum. Þær helstu eru:

Almennar umsóknir

Hægt er að senda inn almennar starfsumsóknir til fyrirtækja. Oft geyma fyrirtækin aðsendar umsóknir sem þeim berast og leita uppi í þeim þegar þörf er á starfsfólki. Fólk þarf þó sjálft að hafa upp á fyrirtækjum og netföngum til að senda umsóknir á. Hér að neðan má þó finna nokkra gagnlega tengla.

  • Gulu síðurnar hjá Já.is geta þar komið að góðu gagni.
  • Heimasíðan Veitingastaðir.is tekur saman alla veitingastaði á landinu. Þar er hægt að leita eftir staðsetningu og tegund staðar.
  • Heimasíður Kringlunnar og Smáralindar geta komið að góðu gagni. Þar má finna lista yfir verslanir og veitingastaði.

Draumafyrirtækið

Hafi maður sérstakan áhuga á að starfa hjá ákveðnu fyrirtæki er um að gera að leggja inn umsókn, þótt fyrirtækið sé ekki að auglýsa eftir starfsfólki. Flest fyrirtæki taka því fagnandi að fólk sækist eftir að fá að vinna hjá því. Með því er maður kominn á skrá og líkurnar á að fá starf verða mun meiri, en ef ekki er sótt um. Mikilvægt er svo að fylgja umsókninni eftir, annað hvort símleiðis eða með því að mæta á staðinn. Þekki maður einhvern sem starfar hjá fyrirtækinu sakar heldur ekki að ræða við hann og láta vita af áhuganum. Stundum losnar um stöður sem ekki eru auglýstar og þá er gott að hafa innanbúðarmann sem getur bent manni á það, ef eitthvað er að gerast.

Hverja þekkir maður?

Tengslanetið getur komið að góðum notum. Gott er að vinir, kunningjar og fjölskyldumeðlimir viti að maður sé að leita að vinnu. Oft veit fólk um stöður sem eru að losna, eða þekkir einhvern sem er að leita að starfskrafti.

Sótt um sumarstarf

Ef óskað er eftir sumarstarfi ber að huga að því snemma árs. Mörg fyrirtæki fara að huga að sumarráðningum strax í byrjun febrúar. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um sumarstörf.

Að fylgja umsókninni eftir

Svo er áhrifaríkt að hringja eða senda tölvupóst og fylgja málunum eftir. Jafnvel mæta á staðinn. Að sýna starfinu áhuga getur skipt sköpum þegar ákvörðun er tekin að ráða inn nýjan starfsmann.

Er kominn tími á að lagfæra ferilskrána?

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar