Það eru til ótal starfsstéttir í heiminum og það getur verið erfitt að velja hvað maður vill verða.  Sumir fást aðeins við eitt starfssvið út ævina, á meðan aðrir flakka á milli starfsstétta og takast á við mörg mismunandi verkefni.  Í greinaröðinni Hvernig verð ég […]? ætlum við að fara yfir leiðina að mismunandi störfum.  Hér beinum við sjónum okkar að leiðsögumönnum.

Hvað gerir leiðsögumaður?

Helsta viðfangsefni leiðsögumanna er að fylgja ferðamönnum um landið, fara með þá á merka staði og segja frá landi og þjóð. Leiðsögumenn þurfa meðal annars að miðla fróðleik um menningu og náttúrufar til gesta og gera það yfirleitt á tungumáli viðkomandi. Starf leiðsögumanna getur verið fjölbreytt og er mismunandi eftir vinnuveitendum þeirra, en leiðsögumenn vinna til dæmis hjá ferðaskrifstofum, söfnum, hvalaskoðunarfyrirtækjum og opinberum stofnunum. Mannleg samskipti eru stór hluti af starfi leiðsögumanna en þeir þurfa til dæmis að taka á móti erlendum ferðamönnum og ferðast með einstaklinga og hópa um landið. Einnig þurfa leiðsögumenn að vera í samskiptum við starfsfólk á ferðaskrifstofum, hjá rútufyrirtækjum, hótelum, landverði, skálaverði, bílstjóra og starfsfólk þjónustustaða.

Hvernig veit ég hvort leiðsögumennska sé eitthvað fyrir mig?

Hefurðu áhuga á landi og þjóð? Hefurðu gaman af útivist og langar til að ferðast um landið? Jafnvel gangandi, á hesti eða á vélsleða? Finnst þér gaman að tala við fólk og deila þekkingu þinni? Ertu skipulögð/skipulagður og átt auðvelt með að bregðast við óvæntum aðstæðum sem kynnu að koma upp, svo sem slysum eða veikindum? Þá gæti starf leiðsögumanns verið fyrir þig.

Hvar lærir maður að verða leiðsögumaður?

Starf leiðsögumanna er hvorki löggilt né starfsheiti leiðsögumanna lögverndað. Þó er til viðurkennt leiðsögumannanám og er það í boði hjá:

Hvar mun ég svo starfa sem leiðsögumaður?

Sem leiðsögumaður getur þú starfað á vegum ýmsra sem koma að ferðamannaiðnaðinum. Sem dæmi má nefna ferðaskrifstofur, ferðaskipuleggjendur, söfn, opinberar stofnanir, einkafyrirtæki, skemmtigarða, hvalaskoðunarfyrirtæki og skóla. Margir leiðsögumenn fara í frumkvöðlastarfsemi og stofna sín eigin fyrirtæki eða vinna sem frílansarar.

Heimildir:

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar