Hamar og nagli…
Mismunandi gerðir nagla eiga við í hverju tilviki. Kanna þarf vel hvaða nagli henti best í hverju tilviki. Þegar slegið er með hamri á að halda um skaftendann, svo höggin verði öruggari og þyngri. Í sveiflunni skal hreyfa allan framhandlegginn og láta úlnliðinn fjaðra dálítið. Síðan skal hafa augun á naglanum, en ekki hamrinum, því þá eru minni líkur á að maður slái á puttana.
Til að koma í veg fyrir hamarför á veggnum…
Til að koma í veg fyrir hamarför er gott að klippa nokkurskonar „V“ í lítinn pappabút og skorða naglann í því á meðan honum er neglt í vegginn.
Ekki hamra á puttann!
Til að passa puttana þegar litlum nagla er neglt í vegg má setja hann í gegnum pappírssnepil sem haldið er í, í stað þess að halda um naglann sjálfan með fingrunum. Pappírinn er svo rifinn burt þegar naglinn er kominn á sinn stað. Einnig er hægt að nota hárgreiðu eða nælu með sama árangri.
Hvernig er nagli dreginn úr vegg?
Til að ná nagla burt notar maður klaufina á hamrinum. Hætt er við að hamarinn myndi gat eða far í vegginn og til að koma í veg fyrir það er gott að leggja smá spýtubút undir hausinn á hamrinum, þar sem hann nemur við vegginn.