Flestir kannast við það að hafa fest tyggjó í fötunum sínum. Þó er ekki víst að allir þekki þau ótal mörgu ráð sem til eru við þessum vanda.

Hér drjúpa ráðin af hverju strái!

  • Settu fljótandi sápu á svæðið. Það gerir það auðveldara að ná tyggjóinu alveg af.
  • Settu fötin í frysti. Gott er að setja þau í sér poka og frysta í nokkra tíma. Passaðu að tyggjóið dreifist ekki enn meira um flíkina í frystinum!
  • Settu fötin í sjóðandi heitt vatn. Skafaðu tyggjóið síðan af flíkinni með bitlausum hnífi eða jafnvel gömlum tannbursta.
  • Settu hnetusmjör yfir tyggjóið. Fitan af því ætti að ná tyggjóinu burt. Hins vegar má búast við því að fitan festist aðeins í flíkinni – en það er hins vegar auðveldara að ná henni úr en tyggjói.
  • Skelltu límbandi á tyggjó-smitaða svæðið. Rífðu svo límbandið af flíkinni. Endurtaktu þetta þangað til allt tyggjóið er farið!
  • Skelltu ediki í örbylgjuofninn. Hitaðu það og helltu því síðan yfir tyggjóið. Svo má taka upp bitlausa hnífinn eða gamla tannburstan og skrapa tyggjóið burt.
  • Spreyjaðu hárspreyi á tyggjóið. Þá harðnar það og auðveldara verður að ná því af.
  • Notaðu smurolíu á tyggjóið. Þá er eftirleikurinn einfaldur, skrapa tyggjóið burt!
  • Notaðu neglurnar. Þegar það eru agnarlitlir afgangar eftir af tyggjóinu, geta einstaklingar með sterkar neglur notað þær til þess að kroppa restina af!

Gangi ykkur sem allra best í komandi tyggjó vandræðum!

Vantar þig fleiri húsráð? Inni á Áttavitanum má finna ýmiss konar ráðleggingar! Það má til dæmis finna greinar um það hvernig á að flísaleggja, pakka fyrir flutninga, negla í veggi, viðhalda skóm og þrífa klósett.

Undirflokkinn okkarHúsráð“ má finna hér!

Þýtt og staðfært frá:

Wikihow – How to Remove Gum from Clothes

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar