Þegar pakkað er niður fyrir flutninga þarf að hafa skipulag á hlutunum. Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga:
- Tæma allar hirslur til að gera þær léttari. Taka t.d. skúffurnar úr kommóðunum og flytja þær sér.
- Passa að hafa kassana ekki of þunga. Til dæmis með því að fylla ekki stærstu kassana af bókum eingöngu.
- Pakka brothættu dóti inn í blöðruplast, klúta eða gömul viskastykki. Síðan skal merkja kassann með orðunum “brothætt”. Spara má plássið með því að pakka brothættu inn í fatnað og annað tau sem flytja þarf líka.
- Ef mikilvægt er að kassi snúi ávallt á einn veg skal merkja hann með “þessi hlið á að snúa upp” eða eitthvað í þeim dúr.
- Festa skal tromluna í þvottavélinni áður en hún er flutt og gæta þess að vélin snúi rétt.
- Láta ísskápinn standa í dágóða stund eftir flutninga, áður en honum er stungið aftur í samband.
- Passa upp á líkamsbeitinguna við flutninga; beygja sig í hnjánum þegar maður lyftir hlutum upp í stað þess að svegja bakið.
Spara má plássið með því að rúlla fötum upp í þéttar rúllur í stað þess að brjóta þau saman. Þetta kemur sér einnig vel þegar pakkað er í ferðatöskuna fyrir ferðalagið.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?