Athugaðu að greinin þarf að vera hlutlaus, markmiðið er að fræða, útskýra eða aðstoða ungt fólk
Þú athugar hvort samskonar grein sé til á Áttavitanum, ef ekki þá fyllir þú út umsóknarformið
Við fáum tilkynningu og svörum í síðasta lagi tíunda hvers mánaðar - láttu okkur samt vita ef þú ert í tímaþröng
Við látum þig vita í tölvupósti hvort við höfum áhuga á að birta greinina. Ef svo er, þá getur þú byrjað skrifin
Þú kynnir þér hvernig greinar á Áttavitanum eru settar upp og reglur varðandi heimildanotkun
Þú sendir okkur tilbúna grein, við förum yfir hana og ef hún uppfyllir kröfur þá sendum við þér upplýsingar um hvernig þú sendir okkur reikning. Athugaðu að við gætum beðið þig um að gera breytingar og áskiljum okkur rétt til að aðlaga greinina að þörfum Áttavitans. Í þeim tilvikum verður greinin ekki birt nema með leyfi höfundar.