Hvað er afbrotafræði? Hvernig get ég orðið afbrotafræðingur? Hvaða námsleiðir eru í boði til að verða afbrotafræðingur?

Hvað er afbrotafræði?

Afbrotafræði er fræðigrein sem rannsakar afbrot og spurningunni „afhverju er afbrot framið?“ svarað. Til þess að verða afbrotafræðingur þarf að fara í háskólanám og eru ekki allir háskólar sem kenna þessa fræðigrein. Háskólar á Íslandi bjóða ekki upp á Bachelor nám (BA- gráðu) í Afbrotafræði og þarf því að fara erlendis fyrir þá gráðu. Hinsvegar býður Háskóli Íslands upp á Mastersnám (MA- gráðu) í afbrotafræði.

Reynsla nema í afbrotafræði

Ég ætla að segja frá minni reynslu og hvaða leið ég fór til að læra afbrotafræði. Í framhaldsskóla fór ég á félagsvísindabraut ég taldi það vera besta grunninn fyrir þetta tiltekna háskólanám sem ég ætlaði í. Hins vegar er einstaklingur með mér í náminu núna sem var á náttúruvísindabraut svo það er allur gangur á því hvaðan fólk er að koma inn í námið.

Ég var strax farin að sjá fyrir mér eftir grunnskóla hvaða háskóla ég gæti farið í til þess að láta drauminn minn rætast. Háskólinn á Akureyri varð fyrir valinu vegna þess að þar geturu valið þér áherslusvið eins og afbrotafræði, kynjafræði og fleira. Eftir framhaldsskóla sótti ég um nám við Háskólann á Akureyri við félagsvísindadeild. Til að komast í HA þá þurfti að fylgja einkunnarspjald úr framhaldsskóla, kynningarbréf og ferilskrá. 

Þegar ég kláraði BA námið mitt í HA sem tók þrjú ár fór ég að skoða mig aðeins betur um til að taka mastersnám. Þá komu upp nokkrir skólar svo sem í Bandaríkjum, Bretlandi, Ástralíu, Svíþjóð og Kína. Þá hófst leitin við að finna í hvaða landi er hagkvæmast að flytjast til upp á skólagjöld. Þar komst ég að því að í Norðurlöndum þá þurfa Íslendingar ekki að borga skólagjöld, sem var ástæðan af hverju ég valdi Svíþjóð. Svo hófst ítarleg leit við að finna borg í Svíþjóð til að læra. Þá sat ég uppi með tvær borgir, Malmö og Stokkhólm. Ég og vinkona mín ákváðum að skella okkur út og fara skoða bæði svæðin og skólana. Þegar við vorum mættar þá vissi ég að Malmö væri staðurinn. Þannig að ég ákvað að sækja um – skrifaði kynningarbréf, setti inn ferilskrá og fékk tvö rektora í HA til að skrifa meðmæli. Það sem hjálpaði mér líka til við að komast inn var að öll mín þrjú ár í HA var ég í einhverskonar nefndum. Allt þess háttar getur hjálpað hvort sem það er að vera í nefnd eða jafnvel mæting og að kynnast kennurum. 

Sjá nánar hlekki að skólum í Svíþjóð, Ísland, Ástralíu, Bretland og Bandaríkjunum:

Svíþjóð: https://student.mau.se/en/

https://www.su.se/english/search-courses-and-programmes?eventopenforinternationalstudents=true&notforcedreason=0&q=criminology%20%28internet%29%20i&xpanded=

Ísland: https://www.hi.is/framhaldsnam/afbrotafraedi https://www.unak.is/is/namid/namsframbod/grunnnam/felagsvisindi

Ástralíu: https://www.swinburneonline.edu.au/online-courses/law-courses/bachelor-criminal-justice-and-criminology/?gclid=CjwKCAjwh8mlBhB_EiwAsztdBIQciNNl1F9EBUxiTBP3jOoYQzCpjGUi9B69BZtFuryPilmnMFCrPRoCNTEQAvD_BwE&gclsrc=aw.ds

https://study.unimelb.edu.au/find/courses/graduate/master-of-criminology/?gad=1&gclid=CjwKCAjwh8mlBhB_EiwAsztdBPc3uZsZxs5zVhnpgO-Jxv5_XlW5Cn6RyIfFCiNQawXAlWYMoxOZLRoC2YgQAvD_BwE&gclsrc=aw.ds

Bretland: https://www.ucenmanchester.ac.uk/courses/criminology-and-criminal-justice-0/?gclid=CjwKCAjwh8mlBhB_EiwAsztdBCBc9NpBku95jsi4Rhox639EEntxBJpgOlkkpuqLHPtM8MMsTlROShoC94QQAvD_BwE

Bandaríkjum: https://www.bachelorstudies.com/bachelor/criminology/usa/amp?gclid=CjwKCAjwh8mlBhB_EiwAsztdBLgkD-y2XhUY8wNxw33AGhcCYCkcHPzTVxH4ZPvN0z3M4FOymCvsAhoCgs8QAvD_BwE

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar