MIÐ-AUSTURLÖND

Hvers vegna notum við hugtakið Mið-Austurlönd? Mið-Austurlönd Hugtakið Mið-Austurlönd á rætur að rekja til Heimsvaldastefnunnar í lok 19. aldar þegar stórveldin í Evrópu lögðu undir sig hvert ríkið á fætur öðru. Þau skiptu landsvæðum milli sín eins og púsl á leikborði þar sem valdaþrá og staða í heimspólitík var þeim efst í huga. Samkvæmt heimsvaldaherrunum […]

0
374

Hvers vegna notum við hugtakið Mið-Austurlönd?

Mið-Austurlönd

Hugtakið Mið-Austurlönd á rætur að rekja til Heimsvaldastefnunnar í lok 19. aldar þegar stórveldin í Evrópu lögðu undir sig hvert ríkið á fætur öðru. Þau skiptu landsvæðum milli sín eins og púsl á leikborði þar sem valdaþrá og staða í heimspólitík var þeim efst í huga. Samkvæmt heimsvaldaherrunum í London og París voru Mið-Austurlönd það landsvæði sem lá milli þeirra og Austurlanda Fjær. Því er hugtakið gildishlaðið áhrifum og eyðileggingu vesturlandabúa ásamt því að vera ónákvæmt og óskýrt. Enda fyrir austan hvaða miðju er átt við þegar við tölum um Mið-Austurlönd? Þess heldur gæti hugtak eins og Vestur-asía átt betur við um þetta tiltekna landsvæði. Allt frá nýlendutímum 19. aldar til stríðsreksturs og hlutskipti í heimspólitík á 21. öldinni hafa Vesturveldin oftar en ekki tekið þátt í því sem fer fram á svæðinu. Stríð hafa hrjáð svæðið undanfarna áratugi en saga þess er margslungin og löng.

Hvaða landsvæði tilheyrir Mið-Austurlöndunum?

Landamæri, tungumál og fólk

Það landsvæði sem almennt talið er ná utan um Mið-Austurlöndin nær til Tyrklands í norðri, Jemen í suðri, Írans í austri, Egyptalands í vestri og allt þar á milli. Löndin sem liggja við Mið-Austurlöndin teljast ekki með vegna ólíkrar menningar og stjórnmálasögu. Deila má þó um hvort lönd séu innan Mið-Austurlandanna eða ekki. Á svæðinu eiga 420 milljónir íbúar heimkynni sín og yfirgnæfandi meirihluti þeirra eru múslimar, eða um 90%. Arabíska er lang algengasta tungumálið sem talað er á svæðinu þar sem í kringum 250 milljónir manns eiga það að móðurmáli. Fjölbreytileikinn er mikill þar sem ólíkir þjóðflokkar og fjöldi minnihlutahópa hafa búið saman í áranna raðir. Landsvæðið einkennist af eyðimörkum, sléttum og fjallgörðum eins og Zagros fjöllin í norður Íran. Konungar, keisarar, þjóðflokkar og heilu ríki hafa komið og farið í gegnum aldirnar en landsvæðið sem markaði upphaf hið siðmenntaða samfélags stendur tímans tönn.

Magnús Þorkell Bernharðsson. 2018. Mið-Austurlönd. MÁL OG MENNING

Mynd fengin af: https://www.worldatlas.com/articles/which-are-the-middle-eastern-countries.html

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar