Óliver Dór Örvarsson skrifar

Manneskjan laðast að þeim hlutum sem eru þægilegri fyrir hana. Það er t.d. þægilegra að fara á bíl í skólann heldur en að fara í strætó eða að labba, það þýðir hinsvegar ekki að það sé betra fyrir umhverfið. Það er hægt að líta á matarútgjöld á svipaðann hátt, það er miklu þægilegra að rölta á næsta skyndibita stað og kaupa sér heita máltíð heldur en að taka með sér nesti en það þýðir ekki að það sé betra fyrir budduna eða heilsuna.

Við könnumst flest við tilfinninguna þegar maður kíkir á heimabankann og sér að alltof stór hluti af peningnum manns hefur farið í skyndibita og gos. En það þarf ekki að vera þannig. Hér eru nokkrar leiðir til að spara í matarkaupum sem ungmenni.

Að spara pening með því að taka út pening

Þú getur sparað þér pening með því að fara t.d. vikulega í hraðbanka og til að taka út pening sem þú ætlar þér að nota í matarkaup. Með þessu þá hefurðu peninginn í höndunum sem veldur því að þú kannt betur að meta hann og hann er ekki bara tala á skjánum í símanum þínum.

Ekki bara að spara til að spara

Til þess að auðvelda þér að standa við áætlunina þá hjálpar að gera sér markmið. Afhverju ertu að spara? Ertu að safna þér fyrir útborgun á íbúð? Ætlarðu í heimsreisu? Eða finnst þér þú bara vera að eyða of miklu í mat? Skráðu markmiðið/in niður og minntu þig á það/þau.

Að gera bókhald og áætlun

Með því að kíkja í heimabankann í lok hvers mánaðar og skrá útgjöldin niður í excel og útbúa bókhald sérðu hversu miklu þú eyddir í hvað. Gott er að búa til nokkra flokka eins og t.d matur, bensín, föt og snyrtivörur og setja hverja greiðslu í þann flokk sem við á. Þannig getur þú betur kortlagt í hvað þú ert að eyða launum þínum og gert áætlun fyrir næsta mánuð hvernig þú getur bætt þig og sparað meira. Einnig er sniðugt að nýta sér þjónustu Meniga sem er ókeypis fyrir einstaklinga og hægt er að tengja beint við heimabanka. Meniga gefur þér á einfaldan hátt yfirsýn yfir útgjöld.Til þess að lifa aðeins er sniðugt að hafa rými fyrir því að gera vel fyrir sig, ákveða t.d. að þú ætlir að fá þér skyndibyta á tveggjavikna fresti.

Leggja inná kortið áður en það er notað

Önnur leið til að gera sér erfiðara fyrir að eyða of miklum pening er að fá öll laun borguð inná sér reikning sem er ekki tengdur við kort. Svo þegar að þú ætlar að kaupa þér eitthvað þá einfaldlega millifærir þú af launareikningnum inná kortareikninginn. Með því móti getur þú komið í veg fyrir að þú kaupir hluti sem þú þarft ekki í hugsunarleysi.

Nesti

Það er sniðugt að biðja foreldra sína um að elda aðeins meiri mat í kvöldmat vegna þess að þá getur þú afganginn með þér í nesti daginn eftir. Og þegar þú kaupir nesti er sniðugara að fara einu sinni í viku í stóra búð þar sem maturinn er ódýr frekar en að kaupa nesti sem dugir bara í eina máltíð í einu. Einnig er gott að borða eins oft og þú getur heima hjá þér.

Í stuttu máli snýst þetta um að gera sér erfiðara fyrir að eyða pening og skipuleggja hlutina betur og þú sparar í tonnavís.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar