Það eru til ótal starfsstéttir í heiminum og það getur verið erfitt að velja hvað maður vill verða.  Sumir fást aðeins við eitt starfssvið út ævina, á meðan aðrir flakka á milli starfsstétta og takast á við mörg mismunandi verkefni.  Í greinaröðinni Hvernig verð ég […]? ætlum við að fara yfir leiðina að mismunandi störfum.  Hér beinum við sjónum okkar að sjúkraliðastarfinu.

Hvað gerir sjúkraliði?

Sjúkraliðar starfa bæði við almenna og sérhæfða umönnun sjúklinga og við þau hjúkrunarstörf sem þeir hafa menntun og faglega færni til að sinna. Sjúkraliðar vinna iðulega á hjúkrunarsviði og starfa þá undir stjórn þess hjúkrunarfræðings sem fer með stjórn á viðkomandi stofnun eða deild. Sjúkraliðar tileinka sér þekkingu á ákveðnu sérsviði hjúkrunar og taka þátt í hjúkrun og við að aðstoða og leiðbeina sjúklingum í athöfnum daglegs lífs. Þeir þurfa einnig að hafa eftirlit með og fyrirbyggja fylgikvilla sem geta komið upp í kjölfar rúmlegu sem og að leiðbeina sjúklingum við endurhæfingu. Einnig leiðbeina þeir aðstoðarfólki við aðhlynningu og aðstoða við aðlögun nýrra starfsmanna þegar það á við.

Hvernig veit ég hvort sjúkraliðastarfið sé eitthvað fyrir mig?

Ef þú hefur gaman af því að hugsa um annað fólk, ert góður í mannlegum samskiptum og átt auðvelt með að sýna öðrum hlýju og nærgætni er líklegt að sjúkraliðastarfið gæti hentað þér. Einnig ef þú hefur áhuga á mannslíkamanum, andlegri vellíðan fólks og heilsu almennt. Starf sjúkraliðans getur verið krefjandi bæði andlega og líkamlega, en það er líka gefandi og áhugavert. Störf við aðhlynningu á elliheimilum krefjast ekki sérfræðimenntunar og því geturðu prófað að vinna slíkt til þess að kynnast starfsumhverfinu.

Hvar lærir maður að verða sjúkraliði?

Sjúkraliðanám er viðurkennt starfsnám og nemendur hljóta löggildingu að því loknu samkvæmt reglugerð Heilbrigðisráðuneytisins. Sjúkraliðanám er 120 eininga nám og meðalnámstími á sjúkraliðabraut er 3 ár í skóla auk starfsþjálfunar á launum í 16 vikur.

Þeir skólar sem bjóða upp á sjúkraliðabraut eru:

Hvar mun ég svo starfa sem sjúkraliði?

Sjúkraliðar starfa innan heilbrigðiskerfisins og starfa til dæmis á sjúkrahúsum, öldrunarheimilum, heilsugæslustöðvum og sambýlum fyrir fatlaða, svo að dæmi séu tekin. Atvinnumöguleikar sjúkraliða eru taldir mjög góðir en með hækkandi lífaldri fólks eykst stöðugt fjöldi þeirra sem þurfa á umönnun að halda.

Heimildir:

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar