Um Áttavitann

Hvað er Áttavitinn.is?

Áttavitinn er upplýsingagátt miðuð að ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Á síðunni má finna hagnýtan fróðleik sem viðkemur hinum ýmsu sviðum lífsins. Áttavitinn býr yfir öflugu teymi fagaðila sem svarar nafnlausum spurningum á netinu endurgjaldslaust. Vefurinn var opnaður af Jóni Gnarr, borgarstjóra, 30. maí 2012.

Helstu markmið Áttavitans

Helsta markmið Áttavitans er að styrkja ungt fólk í að taka upplýstar ákvarðanir og velja jákvæða lífsleið. Vefsíðunni er ætlað að auðvelda ungu fólki að finna góðar og áreiðanlegar upplýsingar, setja flókna hluti fram á mannamáli og lista upp þau tækifæri og réttindi sem standa ungu fólki til boða.

Ráðgjöf Áttavitans

Öflugt ráðgjafateymi svarar spurningum ásamt ýmsum fagaðilum og stofnunum. Teymið samanstendur af fagfólki sem vinnur markvisst af því að leiðbeina ungu fólki í réttan farveg í lífinu á skjótan og aðgengilegan hátt. Ráðgjafarnir eru samstarfsteymi og hver og einn hefur sitt sérsvið, sem dæmi um sérsvið má nefna: kynlíf, námsráðgjöf, þunglyndi, fíkn, atvinnumál, léleg sjálfsmynd og ástarsambönd. Full nafnleynd er viðhöfð og að sjálfsögðu ríkir 100% trúnaður. Okkur ber engu að síður lagaleg skylda til að tilkynna kynferðisbrotamál, ofbeldismál og önnur afbrot til lögreglu ef við höfum fullt nafn.

Við svörum fyrirspurnum:

  • Á vefnum eða í einkapósti.
  • Með því að bjóða viðkomandi í ráðgjöf til okkar.
  • Við komum einstaklingum áfram í frekari ferli hjá fagaðilum eftir því sem við á.

Umsjón verkefnisins

Áttavitinn er rekinn af Hinu Húsinu í Reykjavík. Upphaflegi vefurinn var þróaður af Kosmos & Kaos, ásamt starfsmönnum Áttavitans, fyrir Reykjavíkurborg, og er hluti af Evrópuverkefninu EGOV4U. Nýr vefur var settur í loftið haustið 2018, en hann var unninn af vefstofunni Frumkvæði sf.

Staðreyndir um Áttavitann

  • Heimsóknir eru rúmlega 40.000 á mánuði.
  • Um 90% af umferð inn á vefinn er í gegnum leitarvélar.
  • Okkur berast um 2 til 5 spurningar á dag að jafnaði á ráðgjafarhluta vefsins.
  • Vefurinn hefur að geyma yfir 3.000 greinar og spurningar.
  • Áttavitinn er þróaður af ungu fólki fyrir ungt fólk en starfar jafnframt með fagaðilum um efnistök og staðreynda yfirlestur.

Info about Áttavitinn in English