Sárasótt
Sárasótt, eða syphilis, er kynsjúkdómur sem orsakast af bakteríu. Sjúkdómurinn veldur útbrotum á húð og getur valdið skaða á hjarta, heila og taugum.
Ófrjósemisaðgerðir karla
Sáðrásum er lokað, sem gerir það að verkum að engar sáðfrumur eru í sæðisvökvanum þegar sáðlát verður.
Náttúrulegar aðferðir til að koma í veg fyrir þungun
Mæla þarf líkamshita að morgni hvers dags og halda skrá yfir blæðingar. Athuga þarf breytingar á slími frá leghálsi og finna þannig líklegan egglos tíma
Kvensmokkurinn
veitir bæði vörn gegn getnaði og mörgum kynsjúkdómum, t.a.m. klamýdíu, kynfæravörtum (HPV), lekanda, sárasótt, herpesveiru og HIV
Smokkurinn
Smokkurinn veitir vörn gegn þungun og mörgum kynsjúkdómum. Hann má nálgast í verslunum, sjoppum, apótekum og víðar!
Hormónasprautan
Hormónasprautan er getnaðarvarnarlyf í sprautuformi. Læknir sprautar því í vöðva konunnar á þriggja mánaða fresti.
Hormónastafurinn
Hormónastafnum er komið fyrir í staðdeyfingu á innanverðum upphandlegg konunnar. Hægt er að þreifa fyrir stafnum þar sem hann liggur undir húðinni, en hann sést ekki utan frá.
Hormónalykkjan
Hormónalykkjan gefur frá sér prógesterón og kemur í veg fyrir frjóvgun eggs og hindrar að frjóvgað egg festist í leginu.