Hvernig er hormónalykkjan notuð?

Hormónalykkjunni er komið fyrir í legi konunnar og gefur hún frá sér hormónið prógesterón.

Hversu örugg getnaðarvörn er hormónalykkjan?

Mesta öryggi hormónalykkjunnar er yfir 99%.

Hvernig virkar hormónalykkjan?

Hormónalykkjan gefur frá sér prógesterón og kemur í veg fyrir frjóvgun eggs og hindrar að frjóvgað egg festist í leginu.

Hverjir eru helstu kostir hormónalykkjunnar?

  • Hún er örugg getnaðarvörn.
  • Getnaðarvörnin gleymist ekki.
  • Lykkjan virkar um leið og henni hefur verið komið fyrir í legi konunnar.
  • Hún veitir aðeins staðbundna verkun í leginu.
  • Hún er langtíma getnaðarvörn og hana má nota í allt að 5 ár.
  • Hægt er að fjarlægja lykkjuna hvenær sem er.
  • Blæðingar minnka og geta hætt alveg meðan á notkun lykkjunnar stendur.

Hverjir eru helstu ókostir hormónalykkjunnar?

  • Blæðingar geta orðið óreglulegar, en það er algengast fyrstu 3-4 mánuðina eftir að lykkjunni hefur verið komið fyrir.
  • Tímabundnar aukaverkanir eins og höfuðverkir, skapsveiflur, brjóstaspenna og bólur á húð geta komið fram.
  • Lykkjan getur færst til, eða færst úr stað og mögulega valdið óþægindum.
  • Leita þarf til læknis til að láta fjarlægja hormónalykkjuna.

Nánari upplýsingar um hormónalykkjuna:

  • Hormónalykkjan er hentugust fyrir þær konur sem hafa átt barn.
  • Konum er ráðlagt að þreifa fyrir þráðum lykkjunnar í lok blæðinga.
  • Hún getur verið gagnleg fyrir konur sem hafa miklar blæðingar.
  • Hún er góð getnaðarvörn fyrir konur sem náð hafa 35 ára aldri.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar