Jákvæð karlmennska felur í sér samruna tveggja fræðigreina. Annars vegar jákvæða sálfræði, sem gengur út á að rannsaka hvað veldur hamingju einstaklinga og samfélaga og þar með stuðla að bættum lífsgæðum og hinsvegar femínisma og gagnrýni hennar á stöðu karla og kvenna í samfélaginu.

Undirstöðuatriði

Hér eru nokkur undirstöðu atriði fyrir þá sem vilja gera tilraun til þess að tileinka sér jákvæða karlmennsku:

Tilfinningar

Jákvæð karlmennska felur í sér höfnun á hugmyndinni um karla sem tilfinningalega fjarlæga. Tilfinningasemi ber ekki með sér vott um skort á rökfestu eða dregur úr verðmæti karlkynseinstaklinga heldur er mikilvægur hluta af því að vera heilsteypt manneskja. Kúnstin felst í því að geta tjáð og skilið tilfinningar sínar á máta sem hagnast þér og öðrum.

Skömm

Samkvæmt jákvæðri karlmennsku skapast skömm að hluta til þegar karlmenn haga sér á máta sem hæfir ekki hugmyndum samfélagsins um karlmennsku. Tilfinningar skapa skömm sem kemur í veg fyrir að horfst sé í augu við þær tilfinningar. Því þarf að beita gagnrýnni hugsun á staðalmyndir karlmennsku.

Umhyggja

Nánd, faðmlög, blíða og snerting hefur á sér stimpil í samfélagsgerðinni ef hún kemur frá karlmanni. Jákvæð karlmennska ögrar þessum staðalmyndum, mikilvægt er að geta sýnt frá sér þessar hliðar tilfinningarófsins.

Forréttindi

Að viðurkenna eigin forréttindi og leggja sig fram við að stuðla að jafnréttu samfélagi er karlmönnum til framdráttar þar sem það hefur bein áhrif á hvernig karlmönnum líður. Jákvæð karlmennska styður því og viðurkennir forréttindi karlmanna í samfélagsgerðinni.

Ábyrgð

Að taka jafna ábyrgð á heimililífinu og ögra þannig staðalmyndum innan heimilislífsins ásamt því að viðurkenna eigin vanmátt og taka ábyrgð á forréttinda blindu sinni er hluta af jákvæðri karlmennsku og vegur til betri samfélags.

Þessi grein er að mestu leyti unninn úr efni sem má nálgast á https://www.karlmennskan.is og hvetjum við lesendur til þess að kynna sér það efni sem hægt er að nálgast þar.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar