Gott internetsamband er nánast grunnurinn að góðu lífi í dag. Auðvelt er að taka því sem gefnu þegar það er í lagi en gæti það kannski verið betra?

Hér höfum við tekið saman nokkur hagnýt ráð sem þú getur prófað til að bæta netsambandið þitt!

Væntingastjórnun

Ef þú ert að greiða fyrir allt að 1000 mb/s þá þýðir það ekki að þú fáir 1000mb/s. Það sama gildir fyrir alla þá mögulegu hraða sem fjarskiptafyrirtæki geta boðið þér. Þau geta því miður ekki fullyrt að tækin þín og aðstaða geri þér kleift að nálgast allan þann hraða sem völ er á.

Til að komast næst því að fá þann hraða sem er auglýstur. Þurfa tækin sem þú notast við að styðja fullan hraða, netkortin í tækjunum þurfa að ráða við hraðann. Til að fá sem bestan hraða þarftu að beintengja tækin við routerinn þinn. Einnig þurfa snúrurnar sem þú notast við þurfa að styðja fullan hraða líka.

Jafnvel þrátt fyrir að öll skilyrði séu uppfyllt. Þá eru samt líkur á því að nethraðinn inn í hús til þín sé aðeins fyrir neðan uppgefinn hraða hjá fjarskiptafyrirtækinu sem þú ert í þjónustu hjá.

Endurræsing

Eins og með svo mörg önnur raftæki þá getur endurræsing haft ótrúlega góð áhrif á frammistöðu tækisins. Ef þú ert með 4G netbúnað dugar að endurræsa búnaðinn sjálfan. Einnig getur verið gott að fjarlægja netkortið úr búnaðinum og setja það aftur í ef þú ert alveg netlaus.

Ef þú ert með ljósleiðara eða ljósnet tengingu í gegnum fjarskiptafyrirtæki er mögulega ekki nóg að endurræsa einungis netbeininn. Þú þarft hugsanlega að endurræsa inntaksboxið á heimilinu líka.
Ef þú ert ekki viss hvar inntaksboxið er á heimilinu þá er það almennt sett upp á vegg. Oft í hornum eða á stöðum þar sem það er ólíklegt að það verði fyrir hnjaski. Til að endurræsa inntaksboxið er nóg að taka það úr sambandi við rafmagn og tengja það upp á nýtt. Það er oft ekki power takki á þessum boxum og þetta því eina leiðin til að endurræsa það. Tæknimenn hjá fjarskiptafyrirtækjum hafa stundum aðgang til að endurræsa það fyrir þig.

Snúrur

Ein af hugsanlegum ástæðum þess að WiFi-ið þitt sé leiðinlegt er að snúrurnar sem þú ert að notast við eru orðnar lélegar eða þær styðja ekki við hraða sem þér finnst viðunandi. Það er gott að mælast við að notast við snúru sem styðja við 1000 mb/s sem er mesti hraði sem fjarskiptafyrirtæki bjóða upp á þegar þetta er skrifað.

Staðsetning routers

Sumir eru á því að routerar eigi heima inni í skáp eða ofan í skúffu þar sem lítið fer fyrir þeim, en það getur haft mjög slæm áhrif á frammistöðu hans.

Fyrsta ráðið er að reyna að koma routernum fyrir miðsvæðis í húsnæðinu sem þú býrð í. Næsta ráðið er að koma routernum fyrir ofarlega á heimilinu, ekki láta hann liggja á gólfinu eða neðarlega.

Í internetheiminum er hærra = betra.

Gott er að hafa í huga að steinveggir og annars konar hindranir geta haft neikvæð áhrif á internetið, því er best að koma routernum fyrir á opnu svæði þar sem hann hefur tök á því að dreifa netinu af fullum krafti.

Fjarlægð frá router

Því nær sem þú ert routernum, því hraðara er netið þitt.


Þú getur hugsað þetta þannig að þú sért að tala við vin þinn í rólegheitunum, ef þú ferð lengra frá honum, því minna heyrirðu. Það sama á við um routerinn þinn.

Endurstilling / Reset

Ef þú hefur verið með routerinn til lengri tíma, eða ef þú hefur verið að fikta í einhverjum stillingum og hefur lent í vandræðum er endurstilling besti vinur þinn.

Á langflestum routerum er lítill reset hnappur á bakhliðinni þar sem þarf að nota tannstöngul eða eitthvað sambærilegt til að halda hnappnum inni þar til ljósin á routernum byrja að blikka. Þetta getur tekið lengri tíma en þú heldur, á mörgum routerum getur þetta tekið allt að 30-40 sekúndur.
Þetta endurstillir einnig nafnið á WiFi-nu og lykilorðið á routernum, og það verður aftur það sem það var þegar þú fékkst routerinn fyrst. Oft er hægt að finna það aftan á eða neðan á routernum sjálfum.

WiFi vandamál eða vandamál í búnaðinum?

Það er algengur misskilningur að vandamál sé í routernum þegar búnaðurinn sjálfur er að valda vandræðum. Til að útiloka það er gott að kanna hvort að allur búnaður sem tengdur er WiFi-inu sé að lenda í svipuðu veseni. Ef einungis einn búnaður á WiFi-inu er að lenda í vandræðum bendir það til þess að búnaðurinn sjálfur sé í vandamálið en ekki routerinn þinn.

Channels

Channels í routernum getur haft mikil áhrif á hversu gott internetið þitt er.

Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þú er nálægt öðrum routerum, þeir geta nefnilega haft neikvæð áhrif á hvorn annan, það er kallað interference á ensku.

Hægt er að hugsa um channelin á routernum þínum eins og útvarpsstöðvar, ef þú er ekki á réttri útvarpstöð eru líkur á að tvær stöðvar blandist saman og búi til rugl sem erfitt er að hlusta á.

Til að flækja þetta ekki of mikið skulum við hafa þetta svona!

Ef þú ert tengd/ur inná 2.4 GHz WiFi, eða WiFi sem er ekki nefnt sem “Super-WiFi” eða hefur 5.0 GHz í nafninu þá er almennt besta channelið sem þú getur skráð þig inná:

1, 6 eða 11.

Ef þú ert tengd/ur inná 5.0 GHz WiFi, WiFi sem er nefnt Super-WiFi eða hefur 5.0 GHz í nafninu þá er almennt besta channelið sem þú getur skráð þig inná:

Ehh, það er erfitt að segja! En, þú getur fengið aðstoð.

Tæknin kemur að góðum notum og þú getur notað það sem er kallað WiFi Analyzer til að láta greina hvaða channel hentar þér til að fullnýta kraftana í routernum þínum.

„En hvernig breyti ég channels í routernum mínum?”

Þetta er frábær spurning, og erfitt að svara henni!

Ástæðan er sú að við notumst við marga mismunandi routera.

Auðveldasta ráðið sem ég get gefið þér er að gúgla nafnið á routernum þínum til að finna leiðbeiningar fyrir týpuna sem þú ert með.

Dæmi: „Huawei Hg659 change channel”

Þú ættir að fá upp annað hvort leiðbeiningarnar sem fylgja búnaðinum, eða grein / myndband þar sem þér er sýnt hvernig þú ferð að!

Truflanir á router

Truflanir á routerum eru pirrandi, leiðinlegar og svo aðeins meira pirrandi.

Dæmi um truflanir sem geta komið fram eru:

  • Routerinn þinn er í mikilli nánd við önnur raftæki (Sem er algengasta truflunin), hátalarar, örbylgjuofnar, sjónvörp og annað eins.
  • Routerinn þinn er í mikilli nánd við byggingarefni sem hefur neikvæð áhrif, sem dæmi má nefna þykka steypu og margskonar járn.

Þú skalt passa þig á að hafa routerinn á opnu svæði þar sem lítið er um hluti sem geta truflað netið þitt!

Munur á 2.4 GHz og 5.0 GHz (WiFi og Super-WiFi)

Á flestum routerum sem þú getur fengið í dag eru tvenns konar WiFi í boði sem þú getur notað. Við getum kallað það WiFi eða 2.4 GHz WiFi og Super-WiFi eða 5.0 GHz WiFi.

2.4 GHz er langdrægara en ber minni hraða.

5.0 GHz dregur ekki jafn langt, en það ber meiri hraða.

Til að fá bestu nýtinguna á WiFi-inu þínu skaltu skrá tækin þín inn á bæði WiFi-in!

Það er sama password inná bæði WiFi-in.

Gott er að hafa í huga að sumir routerar bjóða ekki upp á 5.0 GHz net.

Hvernig skrái ég mig inn á routerinn minn?

Það er góður hæfileiki að kunna að skrá sig inn á routerinn sinn til að „fikta” og prófa sig áfram.

Fyrsta skrefið er að finna IP töluna þína. Þú getur fundið hana með því að fara inn á https://www.myip.com.

Þú afritar IP töluna þína, setur hana í leitarstikuna í vafranum þínum og því næst smellir þú á enter!

Núna ætti upphafssíða routersins að koma upp og þú ættir að þurfa að skrá þig inn, innskráningar upplýsingarnar ættirðu að finna á routernum þínum, en það má yfirleitt finna þær aftan á eða neðan á routernum sjálfum.

Ef að þú ert í vandræðum með að finna þetta geturðu prófað að gúgla týpuna af routernum og login information.

Dæmi: Huawei HG659 Login Information

Ef þú finnur upplýsingarnar ættirðu að geta skráð þig inn og byrjað að skoða, og fikta varlega!

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar