Um er að ræða sjöttu viku ársins sem hefur fest sig í sessi sem árleg vika tileinkuð kynheilbrigði. Í vikunni er vakin athygli á mikilvægi kynheilbrigðis og kynfræðslu fyrir börn og ungmenni.

Starfsstöðvar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar standa fyrir kynfræðslu af ýmsum toga og er mismunandi þema á hverju ári. Þemað í ár er kynlíf og kynferðisleg hegðun. Engin formleg dagskrá er þessa vikuna en ætlast er til að öll börn og unglingar í borginni fái fræðslu um kynheilbrigði.

Í ár munu Akranes, Hafnarfjörður og Kópavogur einnig taka þátt og eru vonir bundnar við að fleiri sveitarfélög bætist í hópinn á komandi árum.

Þema viku 6

Ungmenni borgarinnar sjá um að velja þema fyrir hvert ár. Þetta er fjórða árið sem vikan fer fram og var þema ársins 2020 samskipti og tilfinningar, árið 2021 kynlíf og árið 2022 kynlíf og menning. Hægt er að vinna með þemað á fjölbreyttan hátt sem hentar aldri og þroska hvers hóps. Ekki er ætlast til að fræðsla sé á hverjum degi þessa vikuna heldur er nóg að setja inn einhverja fræðslu sem tengist þema ársins.

Afhverju er góð kynfræðsla svona mikilvæg?

  • svo börn og unglingar fái fræðslu um mörk, mörk geta verið misjöfn milli einstaklinga.
  • aukin þekking varðandi kyn, kynvitund, kynheilbrigði, samskipti, kynhneigð, líkama, tilfinningar, réttindi o.s.frv.
  • svo hægt sé að efla sjálfsmynd, þjálfa í gagnrýnni hugsun og efla þau í að taka ákvarðanir sem valda þeim og öðrum vellíðan en ekki skaða.
  • að fólk verði meðvitað um kynheilsu sína og hvetja þau til að velja og hafna út frá eigin forsendum en með virðingu fyrir öðrum að leiðarljósi.

Á vef Reyjavíkurborgar má nálgast hugmyndir af efni sem hægt er að nýta í fræðslu fyrir yngsta stig, miðstig, unglingastig og einnig efni fyrir starfsfólk.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar