Hvað er neyðargetnaðarvörn?

Ef getnaðarvarnir hafa ekki verið notaðar, eða þær brugðist, má koma í veg fyrir egglos eða að egg frjóvgist, eða að frjóvgað egg festist í leginu. Þetta má gera með hormónalyfi eða með því að setja upp lykkju sem fyrst eftir samfarirnar. Yfirleitt er notast við hormónalyfið, oftast nefnt neyðarpilluna.

Hvernig eru neyðargetnaðarvarnir notaðar?

Neyðarpilluna þarf að taka innan 72ja klukkustunda frá því að samfarir áttu sér stað. Öryggi hennar eykst því fyrr sem hún er tekin eftir samfarirnar. Lykkju má setja upp allt að 5 sólarhringum eftir óvarðar samfarir.

Hvar má nálgast neyðargetnaðarvörn?

Allir læknar, hjúkrunarfræðingar (þar með taldir skólahjúkrunarfræðingar) eða ljósmæður geta útvegað konum neyðargetnaðarvörn. Neyðargetnaðarvörn má kaupa án lyfseðils í lyfjabúðum og apótekum. Þar er einnig hægt að fá að tala við lyfjafræðing.

Hvar má nálgast frekari upplýsingar um getnaðarvarnir og þungun?

  • Á heilsugæslustöðvum.
  • Hjá heimilis- og heilsugæslulæknum.
  • Hjá kvensjúkdómalæknum.
  • Hjá heilsugæsluhjúkrunarfræðingum.
  • Hjá ljósmæðrum.
  • Í apótekum og lyfjavöruverslunum.
  • Hjá ráðgjafaþjónustu um getnaðarvarnir sem reknar eru í sumum heilsugæslustöðvum.
  • Í Hinu Húsinu.
  • Á kvennadeild Landspítalans.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar