Kaldir pottar hafa víðsvegar sprottið upp á undanförnum árum, mögulega tengist það aukinni umræðu um heilsuávinninga þess að stunda kalda potta / ísböð. Áttavitinn hefur því tekið saman lista yfir þær sundlaugar sem bjóða gestum sínum upp á kalda potta á landsvísu.
Athugið að fjöldi sundlauga á landsbyggðinni eru lokaðar yfir vetrartímann og vantar okkur upplýsingar um þær laugar.
Höfuðborgarsvæðið
Kaldi potturinn í Grafarvogslaug er glæsilegur og vel sóttur af íbúum hverfisins. Potturinn rúmar 6 manns og er stöðugur straumur á vatninu. Myndin er fengin af vef Reykjavíkurborgar.
- Álftaneslaug
- Ásgarðslaug
- Ásvallalaug
- Grafarvogslaug
- Lágafellslaug Mosfellsbæ
- Laugardalslaug
- Salalaug
- Seltjarnarneslaug
- Suðurbæjarlaug
- Sundhöll Hafnarfjarðar
- Sundhöll Reykjavíkur
- Sundlaug Kópavogs
- Varmárlaug Mosfellsbæ
- Vesturbæjarlaug
Vesturland
Á Stykkishólmi má finna klassískan, viðarklæddan kaldan pott. Potturinn virðist rúma 3 – 4 manns ef þröngt er setið og er stilltur á rúmlega 5°c. Myndin er fengin af Facebook síðu sundlaugarinnar.
- Íþróttamiðstöðin Borgarnesi
- Jaðarsbakkalaug Akranesi
- Sundlaug og Íþróttamiðstöð Stykkishólms
- Sundlaug Ólafsvíkur
Vestfirðir
Í sundlaug Bolungarvíkur er boðið upp á einskonar kar, hringlaga pott sem tekur eina manneskju. Eftir að hafa kælt sig vel niður í karinu er kjörið að fá sér einn kaffibolla á bakkanum. Myndin er fengin af Facebook síðu sundlaugarinnar.
- Íþróttamiðstöðin Hólmavík
- Suðureyrarlaug
- Sundlaug Bolungarvíkur
- Sundhöll Ísafjarðarbæjar
Norðurland vestra
Þeir gerast ekki heiðarlegri köldu pottarnir en sá sem finna má í sundlauginni á Blönduósi. Gamla góða vatnsslangan dælir köldu vatninu í fiskikar sem rúmar nær 1000 lítra og eina manneskju í einu. Myndin er fengin af Facebook síðu Blönduóss.
- Sundlaugin á Blönduósi
- Sundlaug Hvammstanga
- Sundlaug Sauðárkróks
- Sundlaug á Skagaströnd
- Sundlaugin Varmahlíð
Norðurland eystra
Kaldi potturinn í sundlaug Akureyrar er einkar skemmtilegur í laginu og hentugur fyrir vini eða ókunnuga að sitja í og spjalla saman ef áhugi er á því. Myndin er fengin frá norðlenska afþreyinga- og fréttavefnum Kaffid.is.
- Glerárlaug Akureyri
- Grenivíkurlaug
- Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar (eingöngu á sumrin)
- Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar (Ólafsfirði)
- Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar (Siglufirði)
- Íþróttamiðstöðin í Hrísey
- Sundlaug Akureyrar
- Sundlaugin á Dalvík
- Sundlaug Húsavíkur
- Sundlaugin á Laugum
- Þelamerkurlaug í Laugalandi
Austurland
Hjá íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum er að finna vægast sagt kósý kaldan pott, þar er einnig að finna alvöru nuddtæki í heita pottinum. Sundlaugin er því kjörin til þess að slaka vel á og hlúa að þreyttum vöðvum. Myndin er fengin af Sundlaugar.is.
- Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum
- Selárdalslaug
- Stefánslaug í Neskaupstað
- Sundlaug Djúpavogs
- Sundlaug Eskifjarðar
Suðurland
Sundhöll Selfoss er vinsæll griðarstaður sundlaugargesta á suðurlandinu. Innilaug, útilaug, eimbað, sauna, heitir pottar og að sjálfsögðu er hægt að kæla sig niður í karinu sem rúmar 1 -2 manns í einu. Myndin er fengin af Facebook síðu sundhallar Selfoss.
- Íþróttamiðstöðin á Hvolsvelli
- Íþróttamistöðin í Vestmannaeyjum
- Íþróttamiðstöðin Þorlákshöfn
- Sundhöll Selfoss
- Sundlaugin á Flúðum (væntanlegur þegar greinin er skrifuð)
- Sundlaugin á Hellu
- Sundlaugin Laugaskarði
- Sundlaugin í Vík
Reykjanes
Í sundlaug Grindavíkur er að finna þennan stórskemmtilega sánuklefa. Þar er einnig að finna kaldan pott og þykir vinsælt að kæla sig niður í pottinum eftir góða sánustund. Myndin er fengin af vef víkurfrétta.
- Íþróttamiðstöðin Garði
- Íþróttamiðstöðin Sandgerði
- Sundlaug Grindavíkur
- Vatnaveröld Reykjanesbæ
Áttavitinn tekur að sjálfsögðu við öllum ábendingum og munum glöð uppfæra listann ef okkur yfirsást einhverjar sundlaugar. Smelltu hér til að senda okkur ábendingu.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?