Kaldir pottar hafa víðsvegar sprottið upp á undanförnum árum, mögulega tengist það aukinni umræðu um heilsuávinninga þess að stunda kalda potta / ísböð. Áttavitinn hefur því tekið saman lista yfir þær sundlaugar sem bjóða gestum sínum upp á kalda potta á landsvísu.

Athugið að fjöldi sundlauga á landsbyggðinni eru lokaðar yfir vetrartímann og vantar okkur upplýsingar um þær laugar.

Höfuðborgarsvæðið

Kaldur pottur í GrafarvogslaugKaldi potturinn í Grafarvogslaug er glæsilegur og vel sóttur af íbúum hverfisins. Potturinn rúmar 6 manns og er stöðugur straumur á vatninu. Myndin er fengin af vef Reykjavíkurborgar.

  • Álftaneslaug
  • Ásgarðslaug
  • Ásvallalaug
  • Grafarvogslaug
  • Lágafellslaug Mosfellsbæ
  • Laugardalslaug
  • Salalaug
  • Seltjarnarneslaug
  • Suðurbæjarlaug
  • Sundhöll Hafnarfjarðar
  • Sundhöll Reykjavíkur
  • Sundlaug Kópavogs
  • Varmárlaug Mosfellsbæ
  • Vesturbæjarlaug

Vesturland

Kaldur pottur í sundlauginni á StykkishólmiÁ Stykkishólmi má finna klassískan, viðarklæddan kaldan pott. Potturinn virðist rúma 3 – 4 manns ef þröngt er setið og er stilltur á rúmlega 5°c. Myndin er fengin af Facebook síðu sundlaugarinnar.

  • Íþróttamiðstöðin Borgarnesi
  • Jaðarsbakkalaug Akranesi
  • Sundlaug og Íþróttamiðstöð Stykkishólms
  • Sundlaug Ólafsvíkur

Vestfirðir

Kaffikanna og legubekkir í sundlaug BolungarvíkurÍ sundlaug Bolungarvíkur er boðið upp á einskonar kar, hringlaga pott sem tekur eina manneskju. Eftir að hafa kælt sig vel niður í karinu er kjörið að fá sér einn kaffibolla á bakkanum. Myndin er fengin af Facebook síðu sundlaugarinnar.

  • Íþróttamiðstöðin Hólmavík
  • Suðureyrarlaug
  • Sundlaug Bolungarvíkur
  • Sundhöll Ísafjarðarbæjar

Norðurland vestra

Fiskikar sem er notað sem kaldur pottur í sundlaug BlönduóssÞeir gerast ekki heiðarlegri köldu pottarnir en sá sem finna má í sundlauginni á Blönduósi. Gamla góða vatnsslangan dælir köldu vatninu í fiskikar sem rúmar nær 1000 lítra og eina manneskju í einu. Myndin er fengin af Facebook síðu Blönduóss.

  • Sundlaugin á Blönduósi
  • Sundlaug Hvammstanga
  • Sundlaug Sauðárkróks
  • Sundlaug á Skagaströnd
  • Sundlaugin Varmahlíð

Norðurland eystra

Kaldi potturinn í sundlaug AkureyrarKaldi potturinn í sundlaug Akureyrar er einkar skemmtilegur í laginu og hentugur fyrir vini eða ókunnuga að sitja í og spjalla saman ef áhugi er á því. Myndin er fengin frá norðlenska afþreyinga- og fréttavefnum Kaffid.is.

  • Glerárlaug Akureyri
  • Grenivíkurlaug
  • Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar (eingöngu á sumrin)
  • Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar (Ólafsfirði)
  • Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar (Siglufirði)
  • Íþróttamiðstöðin í Hrísey
  • Sundlaug Akureyrar
  • Sundlaugin á Dalvík
  • Sundlaug Húsavíkur
  • Sundlaugin á Laugum
  • Þelamerkurlaug í Laugalandi

Austurland

Kalda karið í sundlaug EgilsstaðaHjá íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum er að finna vægast sagt kósý kaldan pott, þar er einnig að finna alvöru nuddtæki í heita pottinum. Sundlaugin er því kjörin til þess að slaka vel á og hlúa að þreyttum vöðvum. Myndin er fengin af Sundlaugar.is.

  • Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum
  • Selárdalslaug
  • Stefánslaug í Neskaupstað
  • Sundlaug Djúpavogs
  • Sundlaug Eskifjarðar

Suðurland

Loftmynd af sundlauginni á SelfossiSundhöll Selfoss er vinsæll griðarstaður sundlaugargesta á suðurlandinu. Innilaug, útilaug, eimbað, sauna, heitir pottar og að sjálfsögðu er hægt að kæla sig niður í karinu sem rúmar 1 -2 manns í einu. Myndin er fengin af Facebook síðu sundhallar Selfoss.

  • Íþróttamiðstöðin á Hvolsvelli
  • Íþróttamistöðin í Vestmannaeyjum
  • Íþróttamiðstöðin Þorlákshöfn
  • Sundhöll Selfoss
  • Sundlaugin á Flúðum (væntanlegur þegar greinin er skrifuð)
  • Sundlaugin á Hellu
  • Sundlaugin Laugaskarði
  • Sundlaugin í Vík

Reykjanes

Sánuklefinn í sundlauginni í GrindavíkÍ sundlaug Grindavíkur er að finna þennan stórskemmtilega sánuklefa. Þar er einnig að finna kaldan pott og þykir vinsælt að kæla sig niður í pottinum eftir góða sánustund. Myndin er fengin af vef víkurfrétta.

  • Íþróttamiðstöðin Garði
  • Íþróttamiðstöðin Sandgerði
  • Sundlaug Grindavíkur
  • Vatnaveröld Reykjanesbæ

Áttavitinn tekur að sjálfsögðu við öllum ábendingum og munum glöð uppfæra listann ef okkur yfirsást einhverjar sundlaugar. Smelltu hér til að senda okkur ábendingu.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar