Bæjarhátíðir 2025 (birt með fyrirvara um breytingar). 

Á fyrri hluta árs er lítið um hátíðarhöld en þegar líða fer að sumri er heilmikið um að vera. Í þessari grein verður ekki fjallað um hátíðir á höfuðborgarsvæðinu, heldur einblínt á atburði sem eru á landsbyggðinni.

Apríl

  • Aldrei fór ég suður (18.-19 apríl 2025) er sannkölluð rokkhátíð alþýðunnar sem haldin er um páskana ár hvert.
  • Hammond hátíð (24.-27. apríl 2025) er tónlistarhátíð á Djúpavogi.

Maí

  • Fjör í Flóa (30.maí-31. maí) er fjölskyldu- og menningarhátíð sem haldin er í Flóamannahreppi. 

Júní

Fyrsta helgin (30.maí-1.júní)

Önnur helgin (6.-8. júní)

  • Sátan (5.-7. júní) er þriggja daga þungarokkshátíð sem haldin er í Stykkishólmi.
  • Skjaldborg (6.-9. júní) er íslensk heimildamyndahátíð sem haldin er á Patreksfirði. Hátíðinni er ætlað að vera tækifæri fyrir kvikmyndagerðarfólk og áhugamenn til að koma saman.
  • Sjóarinn síkáti (dagsetning ekki komin 2025) er fjölbreytt bæjarhátíð í Grindavík sem haldin er um sjómannadagshelgina til heiðurs íslenska sjómanninum og fjölskyldu hans. Vegna aðstæðna verður hátíðin haldin á Granda í Reykjavík.

Þriðja helgin (13-15.júní)

  • Bíladagar á Akureyri (13.-17. júní) er hátíð bifreiðaunnenda.  Þar er keppt í kappakstri í mörgum flokkum og bílar sýndir.
  • Berjadagar (14.-16. júní) er tónlistarhátíðin sem er haldin árlega í Ólafsfirði og er flutt þar aðgengileg kammertónlist, auk þess sem gestir úr öðrum listgreinum taka þátt.
  • Víkingahátíðin í Hafnarfirði (14.-18.júní) er hátíð sem býður upp á markaði, víkingabarðdaga, leiki, tónlist, handverk og víkingaskóla fyrir börn.
  • Upp í sveit (13.-17. júní) 

Fjórða helgin (20.-22.júní)

  • Á fætur í Fjarðabyggð (21.-28. júní) er fjölskylduvæn gleði- og skemmtivika með úrvalsgönguferðum og afþreyingu við allra hæfi.
  • Hofsós heim (20.-22. júní) er bæjarhátíð á Hofsósi
  • Sólstöðuhátíð á Kópaskeri (20.-22. júní) er bæjarhátíð á Kópaskeri
  • Skógardagurinn mikli (21. júní) er árleg skógarhátíð Félags skógarbænda á Austurlandi, Barra, Héraðs- og Austurlandsskóga, Skógræktarfélags Austurlands og Skógræktar ríkisins verður haldinn í Mörkinni í Hallormsstaðaskógi.

Fimmta helgin (27.-29.júní)

  • Brákarhátíð (26.-28. júní) er fjölskylduhátíð í Borgarnesi til heiðurs Brák, kvenhetjunni miklu frá víkingatímum.
  • Humarhátíðin (27.-29. júní) á Höfn er haldin í lok júní og er þar boðið upp á humarsúpu og fjölbreytta dagskrá á völdum stöðum í sveitarfélaginu.
  • Bakkafest (28.-29. júní) hátíð á Bakkafirði
  • Støð í Stöð (26.-29.júní) er bæjarhátíð á Stöðvarfiðri haldin annað hvert ár. 

hátíðir sem ekki eru komnar með dagsetningu:

  • HIP fest! Hvammstangi international puppet fest (dagsetning ekki komin 2025) er er brúðulistahátíð á Hvammstanga, Norðurlandi vestra, þar sem brúðuleiksýningar og -kvikmyndir verða í hávegum hafðar.
  • Hamingjudagar á Hólmavík er hátíð fyrir brottflutta Strandamenn og Hólmvíkinga og vettvangur til að hittast og eiga góða stund á heimaslóð.
  •  

Júlí

Fyrsta helgin (4.-6.júlí)

  • Á Þjóðlagahátíð á Siglufirði (2.-6. júlí) er boðið upp á dansa, námskeið og tónleika.
  • Írskir dagar (3.-6. júlí). Í byrjun júlí ár hvert halda Skagamenn bæjarhátíð til að minnast arfleifðar sinnar og gera sér glaðan dag. Þetta er fjölskylduhátíð með fjölbreyttri skemmtun; íþróttum, markaði, götugrilli, dorgveiði, sandkastalakeppni og keppni um rauðhærðasta Íslendinginn.
  • Goslokahátíð Vestmannaeyja (3.-6. júlí) er bæjarhátíð í Vestmannaeyjum þar sem endalokum eldgossins á Heimaey 1973 er fagnað. Hátíðin er alltaf fyrstu helgina í júlí og var fyrsta samkundan árið 1974.
  • Markaðshelgin í Bolungarvík (3.-6.júlí) er blanda af öflugu markaðstorgi og yfirgripsmikilli tónlistar- og fjölskylduskemmtun.
  • Hátíðni (4.-6. júlí) er grasrótar listahátíð haldin á Borðeyri.
  • Í Snæfellsbæ eru tvær hátíðir haldnar til skiptis. Ein á ári hverju. Það eru Ólafsvíkurvaka (4.-6. júlí) og Sandara- og rifsaragleði. Hátíðirnar henta fjölskyldum sérlega vel.
  • Heim í Búðardal (dagsetning ekki komin 2025) er sumarhátíð sem bíður upp á margs konar skemmtun eins og fjölskyldutónleika, barnaskemmtun, markað, kvöldvöku og dansleik. 
  • Bryggjuhátíð á Stokkseyri (5.-6.júlí) er árleg Bryggju-tónlistarhátíð á Stokkseyri.
  • Allt í blóma (4.-7.júlí) er fjölskyldu og menningarhátíð Lystigarðinum í Hveragerði fyrstu helgina í júlí.
  • Bíldudals grænar baunir (3.-6.júlí) er fjölskylduhátíð Bíldudals sem haldin er annað hvert ár

Önnur helgin (11.-13. júlí)

  • Kótelettan (10.-13. júlí) er bæjar-, fjölskyldu- og tónlistarhátíð sem haldin er á Selfossi. Þar er sýnd framleiðsla bænda á Íslandi ásamt fjölbreyttri skemmtidagskrá.
  • Hríseyjarhátíð (11-12. júlí). Boðið er upp á fjölskylduvæna dagskrá sem felst m.a.í óvissuferðum um eyjuna, fjöruferð, kvöldvöku, varðeld og söng.
  • Dýrafjarðadagar hefjast yfirleitt á fimmtudegi og meðal þess sem boðið hefur verið upp á eru listasýningar, leikrit, íþróttir, súpa í garði, og ótal fleira skemmtilegt. Á laugardagskvöldi er grillveisla og kvöldvaka.
  • Flughátíðin (7.-13.júlí) er flughátíð sem haldin er á Hellu ár hvert. Á hátíðinni er kvöldvaka og karmellukast svo eitthvað sé nefnt.
  • Eiríksstaðarhátíð (12.-13.júlí) er sumarhátíð á Eiríksstöðum
  • Náttúrubarnahátíð á Ströndum (11.-13. júlí) er fjölskylduhátíð sem fer að mestu fram utandyra og einkennist dagskráin af fjölbreyttri útivist, náttúrutúlkun, tónlist, listasmiðjum, fróðleik og fjöri fyrir náttúrubörn á öllum aldri.
  • Vopnaskak (10.-13. júlí) er bæjarhátíð Vopnafjarðar.
  • Heima í hólmi er tónlistarhátíð í Stykkishólmi sem haldin er í annað sinn dagana 11. – 12. júlí 2025
  • Listahátíðin Frjó (11.-13. júlí) er listahátíð þar sem fram koma listamenn og skapandi einstaklingar sem framkalla list sína með ólíkum miðlum og sameinast í einum suðupotti um miðjan júlí ár hvert.

Þriðja helgin (18.-20. júlí)

  • Húnavaka (16.-20.júlí) er fjölskylduskemmtun og bæjarhátíð sem haldin er á Blönduósi
  • Á Hlaupahátíð (18-19.júlí) á Vestfjörðum er kept í hlaupum, hjólreiðum, sjósundi og þríþraut.
  • Bryggjudagar (16.-20. júlí) á Þórshöfn í Langanesbyggð er bæjarhátíð þar sem hægt er að finna skemmtilega dagskrá eins og tónleika, dorgveiðikeppni, brunaslöngubolta og annarri fjölbreyttri dagskrá fyrir alla fjölskylduna.
  • Franskir dagar á Fáskrúðsfirði (16.-20. júlí) er menningarleg bæjarhátíð með frönsku ívafi.
  • Miðaldadagar á gásum (19.-20. júlí) gefst tækifæri til að upplifa fortíðina og verslunarstaðinn á blómatíma hans, hitta Gásverja, kynnast handverki og daglegum störfum jafnvel fá að prófa eitt og annað.
  • Sápuboltinn (18.-20. júlí)-Leikurinn er einfaldur, bara hlaupa, skjóta og skora.
  • Götubitahátíð (18.-20. júlí) er sannkölluð veisla! matavagnar og góðar víbrur.
  • Sumar & bjórhátíð LYST(18.-20. júlí) og má finna sumarstemningu og stórir útitónleika! 
  • Ögur ball(19. júlí) er ball þar sem er stuð, 18 ára aldurstakmark, rabbabaragrautur og fjör.

Fjórða helgin (25.-27. júlí)

  • Eldur í Húnaþingi (21.-27. júlí) er unglistahátíð í Húnaþingi sem sett er á miðvikudagskvöldi og stendur fram á sunnudag.
  • Bryggjuhátíð á Drangsnesi (dagsetning ekki komin 2025) er fjölskylduhátíð með fjölbreyttri dagskrá og er að finna eitthvað við hæfi fyrir alla
  • Mærudagar (25.-27. júlí) er bæjarhátíð á Húsavik og er hefð að bæjarbúar sameinist um að skipta bænum í þrjú hverfi sem einkennast með mismunandi litum.
  • Reykholtshátíðin (25.-27. júlí) er marglofuð tónlistarhátíð sem leggur áherslu á klassíska tónlist frá 18. og 19. öld.
  • Trilludagar (26.júlí) Fjölskyldudagar á Siglufirði
  • Bræðslan (26. júlí) er sannkölluð tónlistarveisla á Borgarfirði Eystri.
  • Smiðjuhátíð  er haldin á Tækniminjasafni Austurlands sem er staðsett á seyðisfirði.
  • Sumarhátíð UÍA (31.júlí- 3.ágúst) er íþróttahátíð sem haldin er á Egilsstöðum.

Ágúst

Finna má upplýsingar um Verslunarmannahelgina hér.

Önnur helgin (8.-10. ágúst)

  • ACT ALONE (6.-9. ágúst) er leiklistarhátíð sem er haldin árlega á Suðureyri.
  • Hamingjan við hafið  er fjölskylduhátíð í Þorlákshöfn þar sem hamingjan ræður ríkjum.
  • Sumar á Selfossi (8.-10. ágúst) er bæjar- og fjölskylduhátíð sem hefur vaxið úr því að vera eins dags hátíð í það að vera fjögurra daga skemmtun.

Þriðja helgin (15.-17. ágúst)

Fjórða helgin (22.-24. ágúst)

  • Álfahátíð í Hellisgerði, Hafnarfirði
  • Menningarnótt (23.ágúst) er dagur og kvöld menningarlífsins í Reykjavík
  • Grímstævintýri (23.ágúst) er árleg sveitahátíð Kvenfélags Grímsneshrepps

Fimmta helgin (29.-31. ágúst)

September

  • Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar, er haldin fyrstu helgina í september. Áhersla er lögð á viðamiklar uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags þótt hápunktur hátíðarinnar sé á laugardeginum.
  • Ormsteiti bæjarhátíð (13.-23. september) er uppskeruhátíð sem haldin er á Egilsstöðum og vítt og breytt um Fljótsdalshérað.
  • Þríþraut Vasa er þríþrautarkeppni sem haldin er haldin fyrstu helgina í september í Bolungarvík.
  • Uppskeruhátíðin á Flúðum er haldin fyrsta laugardag í september. Þar er boðið upp á matvæli úr heimabyggð, handverk, menningu og listir.
  • Réttað er í Laufskálarétt í Hjaltadal síðustu helgina í september. Þar er skemmtun og á laugardeginum taka allir sem vettlingi geta valdið þátt í réttarstörfum.

Október

Nóvember

  • Safnahelgi á Suðurlandi er haldin ár hvert fyrstu helgina í nóvember.  Þá er boðið upp á fjölbreytta viðburði um allt Suðurland og í Vestmannaeyjum.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar