Hvar eru útihátíðir yfir verslunarmannahelgi?

Verslunarmannahelgi er helgin á undan frídegi verzlunarmanna sem er ávallt fyrsti mánudagur í ágúst.  Við það myndast löng helgi og nota margir hana til þess að fara í ferðalög og sækja ýmsar hátiðir vítt og breytt um landið. Í ár ber hana upp 3 – 6  ágúst. Áttavitinn hefur tekið saman lista og kort yfir helstu hátíðirnar þér til hægðarauka.  Einnig er vert að kynna sér nokkur ráð fyrir verslunarmannahelgina.

Á útihátíðum er stundum stundað kynlíf.  Lestu greinina okkar um öruggt kynlíf á útihátíðum.

Innipúkinn

Staðsetning: Húrra og Gaukurinn, miðbær Reykjavíkur
Vefur:  innipukinn.is/
Aldurstakmarkanir:  Hátíðin stendur fram á nóttina öll kvöld, því má gera ráð fyrir 20 ára aldurstakmarki.
Almennt: Jafnan er mikið um dýrðir á meðan að Innipúkinn stendur yfir.  Armband á hátíðina í ár kostar 6.990 kr. Einnig er hægt að kaupa miða á stakt kvöld á 3.990 kr. Nú þegar hafa fjöldi listamanna staðfest komu sína.

Evrópumeistaramótið í Mýrarbolta

Staðsetning: Bolungarvík.
Vefur: Facebook
Tjaldsvæði: Mýrarboltinn er haldið á þremur völlum sem eru nærri tjaldsvæðinu í Bolungarvík. Það er við íþróttahúsið og sundlaugina þar í bæ.
Aldurstakmarkanir: 18 ára aldurstakmark er til þátttöku í boltanum og á böllin sem fylgja
Almennt: “Drullumall á daginn, stanslaust stuð á kvöldin”.

Neistaflug

Vefur: www.neistaflug.is

Aldurstakmarkanir: ekkert aldurstakmark

Tjaldsvæði: Tjaldsvæðið á Neskaupsstað er staðsett fyrir neðan gömlu snjóflóðavarnargarðana með frábæru útsýni yfir fjörðinn og rétt hjá strandblaksvelli, folfvelli, skógrækt og góðum gönguleiðum. Nóttin kostar 1200 kr.

Almennt: Fjölskylduhátíð  í Neskaupstað um verslunarmannahelgina. Tjaldmarkaður, skrúðganga, strandblaksmót, flugeldasýning og brunaslöngubolti á milli hverfa verður meðal annars á döfinni þá fjóra daga sem hátíðin stendur

Þjóðhátíð í Eyjum

Staðsetning: Herjólfsdalur, Heimaey
Vefur: dalurinn.is
Aldurstakmarkanir: Ekkert aldurstakmark
Tjaldsvæði: Miðinn á þjóðhátíð gildir inn á öll tjaldsvæðin.
Almennt: Þjóðhátíð í Vestmanneyjum hefur löngum verið ein vinsælasta útihátíðin um verslunarmannahelgina. Þar eru þekktir fastir liðir eins og brenna á fjósakletti á föstudegi, flugeldasýning á laugardegi og brekkusöngur á sunnudegi. Miðinn kostar 23.900 kr. (hægt að fá miða á betra verði í forsölu). Ókeypis er fyrir börn á 13. aldursári og yngri. Hægt er að kaupa laugardags- og sunnudagspassa og gilda þeir í sólarhring frá 10 að morgni til 10 næsta morguns.

Unglingalandsmót UMFÍ

Staðsetning: Þorlákshöfn
Vefur: umfi.is
Aldurstakmarkanir: Unglingalandsmótið er opið öllum á aldrinum 11 – 18 ára.
Tjaldsvæði: Tjaldsvæðið er ókeypis fyrir mótsgesti og fjölskyldur þeirra en greitt er fyrir afnot af rafmagni. Auðvelt er að ganga að aðalkeppnissvæði.
Almennt: Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus íþrótta og fjölskylduhátíð. Keppt verður í hinum ýmsu greinum svo sem frjálsum íþróttum, golfi, körfubolta, dansi og fleiru. Mótsgjald er 7.000 kr. á mann og lokað er fyrir skráningar á mótið þann 30. júlí. Ekki er skilyrði að vera skráð/ur í ungmenna- eða íþróttafélag. Skráning á mótið hefst 1. júlí 2017 og lýkur um miðnætti laugardaginn 23. júlí.

Síldarævintýri á Siglufirði

Staðsetning: Siglufjörður
Vefur: Facebook Síldarævintýri
Aldurstakmarkanir: Ekkert aldurstakmark.
Almennt: Síldarævintýrið er einstök fjölskylduhátíð þar sem hægt er að finna fullt af viðeigandi skemmtun fyrir unga jafnt sem aldna. Ekkert kostar inn á hátíðina.

Sæludagar KFUK og KFUM

Staðsetning: Vatnaskógur
Vefur:  Facebook – Vefur
Aldurstakmarkanir: Ekkert aldurstakmark.
Almennt: Þessi hátíð hefur fest sig í sessi sem áhugaverður og vímulaus valkostur á þessari mestu ferðahelgi Íslendinga. Markmiðið með hátíðinni er að skapa heilbrigða og eftirsóknaverða hátíð á sanngjörnu verði þar sem höfðað er til ólíkra aldurshópa. Svæðið opnar á fimmtudagskvöldi fyrir Sæludagagesti. Boðið er upp á dagskrá frá fimmtudagskvöldi og fram að mánudagshádegi. Ókeypis er fyrir 6 ára og yngri, 3.000kr kostar fyrir 7-12 ára og 6.000kr fyrir 13 ára og eldri. Einnig er hægt að kaupa dagspassa.

Kotmót Hvítasunnukirkjunnar

Staðsetning: Kirkjulækjarkoti í Fljósthlíð
Vefur: kotmot.is
Tjaldsvæði: Tjaldstæði með aðgengi að rafmagni eru í boði á mótssvæðinu. Einnig er hægt að kaupa gistingu í kirkjunni í kotinu sem og í skála á svæðinu.
Aldurstakmarkanir: Engar.
Almennt: Kotmót er kristilegt fjölskyldumót sem haldið er af Hvítasunnukirkjunni á Íslandi. Samhliða frábærri dagskrá á Kotmóti er boðið uppá glæsilegt barnamót fyrir yngstu kynslóðina ásamt þéttri dagskrá fyrir unglingana.

Íslensku sumarleikarnir

Staðsetning: Akureyri
Vefur: icelandsummergames.com
Millumerki: #versloAK #rauttAK #sumarleikarnir # einmedollu
Tjaldsvæði: Að Hömrum verður lögð áhersla á fjölskylduvænt tjaldsvæði. Á tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti verður gestahópurinn trúlega blandaðri. Bæði almennir ferðamenn innlendir og erlendir, sem leið eiga um Akureyri og svo þeir sem komnir eru aðallega til að taka þátt í hátíðarhöldunum um helgina.
Aldurstakmarkanir: Á tjaldsvæðin er 18 ára aldurstakmark og gildir fæðingadagurinn.
Almennt: Alls kyns jaðaríþróttir, þrekraunir, útivist og leikir, verða í brennidepli á Íslensku sumarleikunum. Auk þess verður skemmtidagskrá með tónleikum og dansiböllum.

Norðanpaunk

Staðsetning: Laugarbakka Vestur-Húnavatnasýslu
Vefur: www.nordanpaunk.org/
Tjaldsvæði: Það eru tjaldsvæði við Langafit en það þarf að greiða sérstaklega fyrir gistingu.
Aldurstakmark: Ekkert aldurstakmark.
Almennt: Árlegt ættarmót paunkara á Laugarbakka Vestur-Húnvatnasýslu. Á hátíðinni koma fram yfir 40 hljómsveitir.

Flúðir um versló

Staðsetning: Flúðir
Vefur: Event á Facebook
Tjaldsvæði: Því miður er ekki hægt að bjóða upp á sérstakt ungmenna tjaldsvæði þetta árið. Eingöngu er í boði að vera á aðal tjaldsvæðinu og aldurstakmark þar er 23 ár.
Aldurstakmarkanir: engar, nema á tjaldsvæði.
Almennt: Dagskráin er stórglæsileg og af mörgu að taka, sem dæmi: Furðubátakeppni, Brenna og brekkusöngur, Leikhópurinn Lotta og fjöldinn allur af þjóðþekktu tónlistarfólki.

Ef þú hefur einhverjar ábendingar um útihátíðir sem áttavitanum hefur yfirsést, eða hefur einhverjar frekari upplýsingar um útihátíðirnar sem fyrir eru á listanum, endilega láttu okkur vita á netfangið attavitinn@attavitinn.is.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar