Hvað eru Músíktilraunir?

Músíktilraunir er tónlistarhátíð sem hefur verið stór þáttur í íslensku tónlistarlífi frá árinu 1982. Undankvöld tilraunanna verða haldin í Norðurljósasal Hörpu dagana 10.-13. mars nk. Um 40–50 tónlistaratriði munu stíga á stokk og keppast um að komast áfram í úrslit sem fara fram laugardaginn 16. mars.

Viltu vera með?

Ungmenni á aldrinum 13 til 25 ára geta sótt um þátttöku.

Skráning opnar þann 5. febrúar á heimasíðu Músíktilrauna og lýkur á miðnætti þann 19. febrúar.

Verðlaun

Veitt eru verðlaun fyrir 1., 2. og 3. sæti, ýmis einstaklingsverðlaun og viðurkenning fyrir íslenska textagerð ásamt því að hljómsveit fólksins er valin af áhorfendum í símakosningu.

Dómnefnd

Dómnefndin er skipuð sjö reynsluboltum úr tónlistariðnaðinum. Tvær hljómsveitir komast áfram eftir hvert undankvöld. Þegar öllum undankvöldum er lokið hefur dómnefnd möguleika á að velja fleiri hljómsveitir áfram til að taka þátt í úrslitunum. Valið er tilkynnt á heimasíðu tilraunanna auk þess sem hringt verður í þær hljómsveitir sem komast áfram.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar