Hvernig eru ófrjósemisaðgerðir framkvæmdar á körlum?
Sáðrásum er lokað sem gerir það að verkum að engar sáðfrumur eru í sæðisvökvanum þegar sáðlát verður.
Hversu örugg getnaðarvörn er ófrjósemisaðgerð á karlmanni?
Öryggið er nánast 100%.
Hvernig virkar ófrjósemisaðgerð á karlmanni?
Ófrjósemisaðgerð á karlmanni er yfirleitt framkvæmd með staðdeyfingu. Sáðrásirnar frá eistunum eru teknar í sundur með lítilli skurðaðgerð og lokað er fyrir endana. Sáðfrumurnar fara því ekki inn í sæðisvökvann og eru því ekki til staðar við sáðlát.
Hverjir eru helstu kostir ófrjósemisaðgerða hjá körlum?
- Aðgerðin er mjög örugg getnaðarvörn.
- Hún er auðveld og hana má yfirleitt gera með staðdeyfingu, án innlagnar á sjúkrahús.
- Hún hefur engin áhrif á sáðlát eða kyngetu karlmannsins.
- Ófrjósemisaðgerðin er varanleg getnaðarvörn.
Hverjir eru helstu ókostir ófrjósemisaðgerða hjá körlum?
- Smá mar og þroti getur komið fram á svæðinu þar sem aðgerðin er gerð, en það lagast yfirleitt fljótt.
- Nokkrir mánuðir geta liðið þar til allar sáðfrumur eru horfnar úr sæðisvökvanum og á meðan þarf að notast við aðrar getnaðarvarnir. Taka þarf tvö sæðissýni sem bæði sýna fram á að sáðfrumur séu horfnar til að treysta því að aðgerðin virki.
- Einstaka sinnum geta sáðrásirnar opnast að nýju og þá er karlmaðurinn orðinn frjór á ný.
- Erfitt getur verið að tengja sáðrásirnar saman aftur.
Nánari upplýsingar um ófrjósemisaðgerðir á körlum:
- Umsókn um ófrjósemisaðgerð þarf að vera skrifleg.
- Aðgerðin er varanleg.
- Mikilvægt er að hafa hugleitt þessa ákvörðun mjög vel og vera þess fullviss að maður vilji ekki eignast börn í framtíðinni.
- Pör þurfa að fara saman í ráðgjöf áður en þau taka þessa ákvörðun saman.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?