Hvenær mega einstaklingar stunda kynlíf?

Hegningarlög eru ansi flókin og það getur verið erfitt að finna út úr því hvenær einstaklingar mega stunda kynlíf ef aldursmunur er fyrir hendi. Hér tökum við þetta saman.

Ef þú ert yngri en 15 ára

Löglegur samræðisaldur er talinn vera 15 ára. Refsivert er að eiga samræði eða önnur kynferðismök með barni yngra en 15 ára. Þessi lög eru aðallega til þess að vernda börn fyrir misnotkun eldra fólks, sem vill nýta sér þroska- og reynsluleysi barna, en ekki að leggja refsingu við kynferðismökum jafnaldra. Einstaklingur verður ekki sakhæfur fyrr en 15 ára, svo ekki er hægt að refsa tveimur 14 ára einstaklingum fyrir að stunda saman kynlíf. Ennfremur segir þetta í grein 201 í Hegningarlögum: „Lækka má refsingu eða láta hana falla niður, ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri og þroskastigi.”

Lögríða 15 ára

Þegar þú ert orðin(n) 15 ára máttu stunda kynlíf með öðrum einstaklingum á sama aldri eða eldri en þú. Á þessu eru þó nokkrar undantekningar sem við förum út í hér að neðan.

Rétt er að taka fram að hugtakið lögríða er ekki að finna í hegningarlögum.

Vinnuveitandi og trúnaðarmaður

Í hegningarlögum segi að ekki megi sofa hjá einhverjum yngri en 18 ára ef að sá yngri er honum háður fjárhagslega, „í atvinnu sinni eða sem skjólstæðingur hans í trúnaðarsambandi.” (198. grein Hegningarlaga).

Þetta þýðir að t.d. þessir aðilar mega ekki sofa hjá skjólstæðingum sínum yngri en 18 ára:

  • Atvinnurekendur
  • Sálfræðingar
  • Námsráðgjafar
  • Og fleiri.

Kennarar og aðrir uppeldisleiðbeinendur

Í hegningarlögum segir að einstaklingur megi ekki hafa mök við „barn sem honum hefur verið trúað fyrir til kennslu eða uppeldis” ef það er 15-18 ára. (201. grein Hegningarlaga).

Þetta getur átt við um:

  • Kennara
  • Leiðbeinendur í æskulýðsstarfi (skátaforingja, fótboltaþjálfara…)
  • Og fleiri.

Blekkingar og gjafir

Í Hegningarlögum segir ennfremur að „Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir barn yngra en 18 ára” skuli sæta refsingu. (202 grein Hegningarlaga)

Heimildir:

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar