Hvernig er hormónastafurinn notaður?

Hormónastafurinn er 4 cm langur plaststafur sem komið er fyrir undir húð í upphandlegg konunnar.

Hversu öruggur er hormónastafurinn?

Mesta öryggi hormónastafsins er yfir 99%.

Hvernig virkar hormónastafurinn?

Hormónastafurinn gefur frá sér prógesterón afbrigði sem hindrar egglos og gerir leghálsslímið seigara og kemur þannig í veg fyrir frjóvgun.

Hverjir eru helstu kostir hormónastafsins?

  • Hann er örugg getnaðarvörn.
  • Getnaðarvörnin gleymist ekki.
  • Hann inniheldur aðeins eitt hormón.
  • Blæðingar geta minnkað og jafnvel hætt alveg.
  • Hormónastafurinn endist í 3 ár.
  • Þegar hormónastafurinn er fjarlægður hverfa áhrif hans yfirleitt fljótt.

Hverjir eru helstu ókostir hormónastafsins?

  • Blæðingar geta orðið óreglulegar.
  • Sumar konur þyngjast.
  • Tímabundnar aukaverkanir á borð við höfuðverki, skapbreytingar, brjóstaspennu og bólur í húð geta komið fram.
  • Leita þarf til læknis til að láta fjarlægja hormónastafinn.

Nánari upplýsingar um hormónastafinn.

  • Hormónastafnum er komið fyrir í staðdeyfingu á innanverðum upphandlegg konunnar. Hægt er að þreifa fyrir stafnum þar sem hann liggur undir húðinni, en hann sést ekki utan frá.
  • Hormónastafurinn er fjarlægður í staðdeyfingu.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar