Hvernig er smokkurinn notaður?

Smokkurinn er ílangur gúmmípoki sem rúllað er upp á lim karlmannsins.

Hversu örugg getnaðarvörn er smokkurinn?

Mesta öryggi smokksins er 98% ef hann er notaður rétt.

Hvernig virkar smokkurinn?

Smokkurinn er úr þunnu gúmmí efni (pólýuretani) og honum er rúllað upp á getnaðarliminn þegar hann hefur náð stinningu. Smokkurinn kemur í veg fyrir að sæði komist inn í leggöng konunnar við samfarir.

Hægt er að kaupa smokka í apótekum, sjoppum og matvöruverslunum, á bensínstöðvum og víðar.

Hverjir eru helstu kostir smokksins?

  • Hann er örugg getnaðarvörn.
  • Hann veitir bæði vörn gegn þungun og mörgum kynsjúkdómum, t.a.m. klamýdíu, kynfæravörtum (HPV), lekanda, sárasótt, herpesveiru og HIV.
  • Hægt er að kaupa smokka víða, t.d. í apótekum og verslunum.
  • Notkun smokksins getur dregið úr líkum á leghálskrabbameini.
  • Smokkurinn hefur yfirleitt engin áhrif á starfsemi líkamans, líkt og hormónagetnaðarvarnir gera.
  • Aðeins þarf að nota smokkinn meðan á samförum stendur.
  • Notkun smokka getur dregið úr æsingi hjá karlmönnum og þannig hindrað bráðasáðlát.

Hverjir eru helstu ókostir smokksins?

  • Smokkurinn getur rifnað og runnið af getnaðarlimnum, sér í lagi ef leiðbeiningum um notkun hans er ekki fylgt.
  • Smokkurinn á það til að gleymast, þar sem hann er ekki getnaðarvörn sem er alltaf til staðar líkt og þær getnaðarvarnir sem komið er fyrir í líkama konunnar.
  • Gúmmíið í smokknum getur valdið ertingu og óþægindum, en til eru smokkar sem eru ekki úr gúmmíefnum, t.d. Avanti smokkar.
  • Sumum finnst notkun smokksins leiðinleg, eða „turn off“.
  • Sumir karlmenn eiga erfitt með að fá fullnægingu við samfarir með smokk.

Nánari upplýsingar um smokkinn:

  • Rúlla þarf smokknum upp á getnaðarliminn áður en hann snertir sköp konunnar, þar sem sæði getur verið í þvagrás karlmannsins áður en sáðlát á sér stað.
  • Halda þarf við smokkinn þegar getnaðarlimurinn er tekinn út úr leggöngum konunnar, til að hindra það að smokkurinn renni af. Þetta þarf að gera strax eftir sáðlát, svo limurinn sé enn nokkuð stinnur.

Smokka má fá í ýmsum stærðum og gerðum og með allskyns bragðtegundum.

Hvar má nálgast frekari upplýsingar um getnaðarvarnir og þungun?

  • Á heilsugæslustöðvum.
  • Hjá heimilis- og heilsugæslulæknum.
  • Hjá kvensjúkdómalæknum.
  • Hjá heilsugæsluhjúkrunarfræðingum.
  • Hjá ljósmæðrum.
  • Í apótekum og lyfjavöruverslunum.
  • Hjá ráðgjafaþjónustu um getnaðarvarnir sem reknar eru í sumum heilsugæslustöðvum.
  • Í Hinu húsinu.
  • Á kvennadeild Landspítalans.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar