Hvernig er hormónasprautan notuð?

Hormónasprautan er getnaðarvarnarlyf í sprautuformi. Læknir sprautar því í vöðva konunnar á þriggja mánaða fresti.

Hversu örugg getnaðarvörn er hormónasprautan?

Mesta öryggi hormónasprautunnar er yfir 99%.

Hvernig virkar sprautan?

Hormónið er nánast eins og náttúrulega prógesterónið og sogast hægt inn í líkamann frá stungustaðnum. Slímið í leghálsinum þykknar, þannig að sáðfrumur komast síður upp í legið. Legslímhúðin breytist þannig að frjóvgað egg getur síður fest sig í leginu og hormónið kemur í veg fyrir egglos.

Hverjir eru helstu kostir hormónasprautunnar?

 • Hún er örugg getnaðarvörn.
 • Getnaðarvörnin gleymist ekki.
 • Ein lyfjagjöf veitir getnaðarvörn í 3 mánuði í senn.
 • Hún inniheldur aðeins eitt hormón.
 • Getur veitt vörn gegn krabbameini í legi og sýkingu í grindarholi.
 • Eftir nokkra mánaða notkun minnka blæðingar yfirleitt og geta hætt alveg.
 • Má nota meðfram brjóstagjöf.
 • Getur minnkað túrverki.

Hverjir eru helstu ókostir hormónasprautunnar?

 • Blæðingar verða fyrst í stað nokkuð óreglulegar.
 • Hún getur valdið þyngdaraukningu.
 • Aðrar mögulegar aukaverkanir eru höfuðverkir, brjóstaspenna, bólur á húð og skapsveiflur.
 • Þegar konan hættir að nota hormónasprautuna geta liðið nokkrir mánuðir þar til blæðingar verða reglulegar.
 • Getnaðarvarnarsprautan virkar í 13 vikur og ekki er hægt að fjarlægja lyfið á þeim tíma.  Það þýðir að ef þú færð aukaverkanir verður þú að bíða eftir því að sprautan hætti að virka.

Hvað er getnaðarvarnarsprautan lengi að virka?

Þú getur fengið sprautuna hvenær sem er í tíðarhringnum ef þú ert viss um að vera ekki ólétt. Ef að þú ert sprautuð fyrstu fimm dagana á blæðinum virkar hún strax.  Ef þú ert sprautuð á einhverjum öðrum degi í tíðarhringnum þarftu að nota aðrar getnaðarvarnir í 7 daga.

Geta allir notað getnaðarvarnasprautuna?

Flestar konur (og annað fólk með leg og eggjastokka) geta notað sprautuna.  Læknirinn þinn eða hjúkrunarfræðingur mun spyrja þig út í heilsusögu fjölskyldunnar því það eru einhverjir áhættuþættir.

Þú ættir ekki að nota sprautuna:

 • ef þú heldur að þú gætir verið ófrísk.
 • ef þú vilt ekki að tíðarhringurinn þinn breytist.
 • ef þú hyggur á barneignir næsta árið.

 

Einnig ef þú ert núna eða hefur verið með:

 • brjóstakrabbamein (á síðustu 5 árum).
 • óútskýrðar blæðingar úr leggöngum (milliblæðingar eða blæðingar eftir kynlíf).
 • slagæðasjúkdóma eða hjartasjúkdóma.
 • sykursýki með fylgikvillum.
 • lifrasjúkdóma.
 • beinþynningu eða í áhættuhópi fyrir beinþynningu.
 • lúpus (helluroði, átuberklar).

Nánari upplýsingar um hormónasprautuna:

Hormónasprautan er hentug getnaðarvörn fyrir konur á öllum aldri. Hún er einnig hentug fyrir mæður með börn á brjósti.

 

 • Var efnið hjálplegt?
 •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar