HIV og alnæmi (AIDS)
HIV er veira sem ræðst á varnarkerfi líkamans svo líkaminn missir smám saman getuna til að berjast á móti sýkingum. Lokastig HIV kallast alnæmi. HIV smitaðir geta þó vel lifað heilbrigðu lífi.
Sárasótt
Sárasótt, eða syphilis, er kynsjúkdómur sem orsakast af bakteríu. Sjúkdómurinn veldur útbrotum á húð og getur valdið skaða á hjarta, heila og taugum.
Neyðargetnaðarvörn (Eftir á pillan)
Neyðarpillan á alls ekki að koma í stað annarra getnaðarvarna. Hún veitir enga vörn geng kynsjúkdómum, er ekki 100% örugg og getur haft ákveðnar aukaverkanir.
Smokkurinn
Smokkurinn veitir vörn gegn þungun og mörgum kynsjúkdómum. Hann má nálgast í verslunum, sjoppum, apótekum og víðar!
Prógesterón-pillan (mini pillan)
Er góð getnaðarvörn fyrir konur með börn á brjósti og þær sem komnar eru yfir 35 ára aldur.
Ófrjósemisaðgerðir karla
Sáðrásum er lokað, sem gerir það að verkum að engar sáðfrumur eru í sæðisvökvanum þegar sáðlát verður.
Kvensmokkurinn
veitir bæði vörn gegn getnaði og mörgum kynsjúkdómum, t.a.m. klamýdíu, kynfæravörtum (HPV), lekanda, sárasótt, herpesveiru og HIV
Náttúrulegar aðferðir til að koma í veg fyrir þungun
Mæla þarf líkamshita að morgni hvers dags og halda skrá yfir blæðingar. Athuga þarf breytingar á slími frá leghálsi og finna þannig líklegan egglos tíma