Hvernig er kvensmokkurinn notaður?

Kvensmokkurinn er gúmmíhulsa sem komið er fyrir í leggöngum konunnar.

Hversu örugg getnaðarvörn er kvensmokkurinn?

Mesta öryggi kvensmokksins er 95% ef hann er notaður rétt. Sé hann ekki notaður samkvæmt leiðbeiningum aukast líkur á þungun.

Hvernig virkar kvensmokkurinn?

Kvensmokkurinn er mjúkur pólýuretan-smokkur sem rennt er inn í leggöng konunnar og kemur þannig í veg fyrir að sæði fari inn í leggöngin. Kvensmokkurinn hylur að hluta til ytri sköp konunnar líka.

Hverjir eru helstu kostir kvensmokksins?

  • Hann er nokkuð örugg getnðarvörn.
  • Hann veitir bæði vörn gegn getnaði og mörgum kynsjúkdómum,  t.a.m. klamýdíu, kynfæravörtum (HPV), lekanda, sárasótt, herpesveiru og HIV.
  • Hægt er að kaupa kvensmokka á erlendum síðum á netinu.
  • Notkun smokka hefur engar aukaverkanir eins og hormónalyfin geta haft í för með sér.
  • Hægt er að setja kvensmokkinn upp hvenær sem er fyrir kynmök.
  • Hægt er að nota olíur með þessari gerð af smokkum.
  • Smokkurinn veitir einhverja vörn gegn leghálskrabbameini.
  • Notkun smokks getur dregið úr ertingu hjá karlmanni og þannig hindrað bráðasáðlát.

Hverjir eru helstu ókostir kvensmokksins?

  • Getnaðarvörnin er ekki alltaf til staðar í líkama konunnar og getur því gleymst.
  • Innsetning kvensmokksins krefst nákvæmni því að innri hringurinn þarf að liggja hátt uppi í leggöngunum.
  • Við samfarir þarf að gæta þess að limur karlmannsins renni inn í smokkinn, en ekki meðfram honum.
  • Kvensmokkurinn getur færst til og runnið út.
  • Smokkurinn getur valdið óþægindum eins og aðrir smokkar, svo sem ertingu og ofnæmisviðbrögðum.
  • Sumum getur fundist ákveðin leiðindi eða „turn off“ felast í notkun smokka.

Nánari upplýsingar um kvensmokka:

  • Kvensmokkurinn er með tveimur gúmmíhringjum.
  • Setja á innri hringinn milli fingra sér og renna smokknum hátt upp í leggöngin.
  • Nota þarf nýjan smokk í hvert skipti og fylgja vel leiðbeiningum við notkun.
  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar