Vegna útgöngu Bretlands úr ESB og EES breyttust reglur um frjálsa för þann 1. janúar 2021.
Íslendingar sem höfðu í hyggju að flytja til Bretlands þurftu bæði vegabréfsáritun og að uppfylla ákveðin skilyrði samkvæmt nýju innflytjendakerfi breskra stjórnvalda til að fá dvalarleyfi.
Um mitt ár 2021 náðist hinsvegar samkomulag milli Íslands og Bretlands sem gerir ungu fólki (18-30 ára) kleift að búa og starfa í Bretlandi í allt að tvö ár.
Ungir Íslendingar geta því sótt um dvalarleyfi vegna vinnudvalar ungs fólks í Bretlandi (Youth Mobility Scheme Visa). Ísland er fyrsta ríkið innan EES sem gerði slíkt samkomulag við Bretland.
Fyrirkomulagið tók gildi í janúar 2022.
Heimild:
Stjórnarráð Íslands
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?