Hvert þarf að tilkynna það þegar fólk flytur heimili sitt?
Fólk þarf að ganga frá ýmsum lausum endum þegar kemur að flutningum. Hér að neðan gefur að líta lista yfir þá staði þar sem þarf að tilkynna um flutning á heimili:
- Tilkynna þarf Þjóðskrá um nýtt lögheimili. Eyðublað má finna á heimasíðu Þjóðskrár, en því má skila rafrænt, í pósti, með faxi, eða mæta á skrifstofu Þjóðskrár.
- Tilkynna þarf nýtt heimilisfang til Póstsins. Þetta má gera á Netinu eða fara á afgreiðslustaði Póstsins og fylla þar út eyðublað.
- Ganga þarf úr skugga um að launadeild fyrirtækisins sem maður vinnur hjá viti um nýja heimilisfangið.
- Ef fólk er áskrifandi af einhverjum blöðum eða tímaritum, þarf að tilkynna þeim fyrirtækjum um flutningana.
- Ef heimilið er áskrifandi að heimasíma eða er með nettengingu þarf að láta flytja símanúmerið á nýja heimilisfangið. Þetta er gert með því að hringja í þjónustuver símafyrirtækisins.
- Tilkynna þarf um nýja notendur vatns og rafmagns til viðkomandi orkuveitu. Í Reykjavík er það Orkuveita Reykjavíkur en hægt er að ganga frá þessu á Netinu eða í síma 516-6100.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?