Hvað eru skattar?

Skattar eru gjöld sem lögð eru á þegna og fyrirtæki af yfirvaldi. Skattur er iðulega reiknaður í prósentum og tekinn af eignum, launum, kaupum og öðrum tilfærslum á peningum. Skattinum er ætlað að mæta þeim sameiginlega kostnaði sem allir íbúar landsins þurfa að standa straum af til að reka siðmenntað þjóðfélag. Skattarnir eru m.a. nýttir í að halda uppi heilbrigðis- og gatnakerfi, menntakerfi, lögreglu og slökkviliði, svo eitthvað sé nefnt. Á Íslandi eru skattar innheimtaðir af ríki og sveitafélögum.

Eru til mismunandi tegundir skatta?

Já, á Íslandi eru þó nokkrar gerðir skatta. Þeir eru ýmist innheimtir af ríki eða sveitafélögum og eru lagðir á fólk og fyrirtæki. Hér er grein um helstu tegundir skatta á Íslandi. Skattar, hlutfall þeirra og þrep eru ákveðin á Alþingi og bundin í lög, en taka þó reglulega breytingum.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar