Frídagar 2023

Íslenskir frí- og hátíðardagar fyrir 2023

Hvaða frídagar (eða „rauðir dagar“) eru lögbundnir á Íslandi?

Á Íslandi eru 16 lögbundnir frídagar. Þó er munur á hvort dagarnir séu almennir frídagar eða stórhátíðardagar. Þeir eru:

 • Nýársdagur (1. janúar) (stórhátíðardagur);
 • Skírdagur (síðasti fimmtudagur fyrir páska) 2023: 6. apríl
 • Föstudagurinn langi (stórhátíðardagur) 2023: 7. apríl
 • Páskadagur (stórhátíðardagur) 2023: 9. apríl
 • Annar í páskum 2023: 10. apríl
 • Sumardagurinn fyrsti (fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl) 2023: 20. apríl
 • Alþjóðlegur frídagur verkafólks (1. maí)
 • Uppstigningardagur 2023: 18. maí
 • Hvítasunnudagur (stórhátíðardagur) 2023: 28. maí
 • Annar í Hvítasunnu 2023: 29. maí
 • Þjóðhátíðardagur Íslendinga (17. júní)  (stórhátíðardagur)
 • Frídagur verslunarmanna (1. mánudagur í ágúst) 2023: 7. ágúst
 • Aðfangadagur, frá 12 á hádegi (24. desember) (stórhátíðardagur)
 • Jóladagur (25. desember) (stórhátíðardagur)
 • Annar í jólum (26. desember)
 • Gamlársdagur, frá 12 á hádegi (31. desember) (stórhátíðardagur)

Stórhátíðardagar

Ekki eru allir rauðir dagar“ svokallaðir stóhátíðardagar, en þeir dagar sem eru stórhátíðardagar skipta máli, t.d. vegna launagreiðslna þegar unnið er á þessum dögum.

Íslenskt dagatal fyrir tölvur

Bragi Halldórsson heldur úti vef með Íslensku almanaki. Þar má fá yfirlit yfir alla íslenska frí- og hátíðardaga.  Hægt er að tengja það við dagatalið í tölvunni sinni.

Bragi hefur einnig skrifað ítarlegri greiningu á því hvernig reikna megi „raunverulega“ frídaga. Frídagarnir okkar geta jú lent á sunnudegi eða hvorir á öðrum. Áhugaverð lesning sem má finna hér: Íslenskt Almanak – Tylli- og Frídagar.

Sjá einnig dagarnir.is.

 • Var efnið hjálplegt?
 •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar