Einkamál
Sum mál eru einkamál og koma engum öðrum við. Önnur vandamál geta tengst fólkinu sem notar sömu tölvu og þú. Hver sem ástæðan er þá er lítið mál að hylja spor sín.
Að eyða sögu
Allir vefvafrar vista sögu þeirra vefsíðna sem þú heimsækir. Lítið mál er að eyða þessum gögnum.
Chrome: Ýttu á Crtl + H og hakaðu við þær heimsóknir sem þú vilt eyða. Veldu svo delete uppi í hægra horni síðunnar.
Mozilla Firefox: Ýttu á Ctrl + H og hægri smelltu. Veldu delete á þeim heimsóknum sem þú vilt eyða.
Internet Explorer: Ýttu á Ctrl + H og hægri smelltu. Veldu delete á þeim heimsóknum sem þú vilt eyða.
Safari: Veldu History og smelltu á Clear history.
Í laumi
Sumir vafrarar er útbúnir með huliðsglugga valkosti en þá vistar vafrarinn engin gögn um það sem þú gerir.
Chrome: Farðu í yfirlitsflipann í hægra horninu og veldu Incognito, eða ýttu Ctrl + Shift + N.
Mozilla Firefox: Farðu í yfirlitsflipann í hægra horninu og veldu Huliðsglugga, eða ýttu á Cttrl + shift + P.
Internet Explorer: Smelltu á verkfæri og veldu In-privat vefskoðun, eða ýttu á Ctrl + shift + P.
Safari: Smelltu á File og veldu New Pricate Window
Finnst það ekki nægja?
Þá getur þú alltaf notað almenningstölvur en þær eru að finna víða eins og í skólum og á bókasöfnum.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?