Hvað gerir FÍB?
Fyrir hvað stendur FÍB?
Tilgangur félagsins er að sameina bifreiðaeigendur á Íslandi; efla umferðaröryggi, umferðarmenningu og gæta hagsmuna bifreiðaeigenda. Félagið skal vera neytendasamtök bifreiðaeigenda og reka hagnýta ráðgjöf fyrir félagsmenn sína. Félagið skal veita stjórnvöldum ráðgjöf og umsögn í öllum erindum er varða ökutæki og umferðarmálefni. Félagið vill stuðla að auknum valkostum og frelsi í samgöngum. Félagið vill tryggja hreyfanleika með hagsýni, umhverfisvitund og öryggi bifreiðaeigenda að leiðarljósi.
Hvernig get ég tekið þátt?
Félagsaðild er opin öllum og engin krafa um bifreiðaeign. Hægt er að sækja um aðild í síma 414-9999 eða á heimasíðu félagsins.
Hjá FÍB er hægt að fá…
- lögfræðiráðgjöf,
- tækniráðgjöf,
- eldsneytisafslátt,
- FÍB aðstoð,
- hagsmunagæslu,
- FÍB blaðið,
- Show your Card afsláttarnet,
- þétt afsláttarnet innanlands & erlendis.
Hvernig er hægt að hafa samband við Félag íslenskra bifreiðaeigenda
Skúlagötu 19
101 Reykjavík
Aðalsími: 414-9999
FÍB aðstoð: 511-2112
Fax: 414-9998
Netfang: fib@fib.is
Heimasíða: www.fib.is
Á Fésbókinni: http://www.facebook.com/felagislenskrabifreidaeigenda